Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 20
28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Valsmaöurinn Eiöur Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaöur ársins í Pepsi-deildinni samlcvæmt ein- kunnagjöf Fréttablaösins og Vísis en útreikningum er nú lokiö. Tveir Valsmenn voru í efstu sætunum en markakóngur deildarinnar var þriöji. FÓTBOLTI Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn íslands- meistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tutt- ugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Islandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigur- björnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðal- einkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimm- tán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Hol- stein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí. Notaði hann ekki í fyrstu Eiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðs- sætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í ein- lcunnagjöfinni í sumar en reynslu- boltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sig- urður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðj- unni og helsti hjálpar- kokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti. Sjö Valsmenn á topp 20 Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaður- inn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaður- inn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvík- ingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaður- inn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaður- inn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar. ooj@frettabladid.is Síöasta púsliö í vörn íslands- meistaranna var sá besti Nýjast Domino’s-deild karla í körfubolta ÞórÞorl. -Stjarnan 85-77 Stigahæstir: Jesse Pellot-Rosa 20, Emil Kar- el Einarsson 19 (14 í seinni), Halldór Garðar Hermannsson 13 (7 stoðs.), Snorri Hrafn- kelsson 11 - Arnþór Freyr Guðmundsson 18, Hlynur Bæringsson 16 (13 frák.), Collin Pryor 14, Egill Agnar Októsson 12. Grindavík-Tindastóll 81-88 Stigahæstir: Rashad Whack 22/5, Dagur Kár Jónsson 15, Ólafur Ólafsson 14, Þorsteinn Finnbogason - Antonio Hester 25 (13 frák.), Christopher Caird 19, Sigtryggur Arnar Björnsson 18, Pétur Birgisson 11 (9 frák./6 stoðs.). Þrír sigrar i röð hjá Stólunum. Stig liðanna Efst Neðst Tindastóll 6 Njarðvík 4 Keflavík 6 Grindavík 4 KR 6 Þór Ak. 4 ÍR 6 Þór Þorl. 2 Haukar 4 Valur 2 Stjarnan 4 Höttur 0 Helgin Laugardagur: 11.15 Man Utd.-Tottenham Sport 13.50 Cardiff- Millwall Sport2 13.50 Liverpool - Huddersf. Sport 16.00 Laugardagsmörkin Sport 16.20 Bournem.-Chelsea Sport 16.20 Njarðvík - Breiðablik Sport 2 16.25 Bayern - Leipzig Sport 3 17.50 Fl: Tímataka í Mexíó Sport 4 18.30 Sanderson Farms Golfst. 18.40 Bilbao- Barcelona Sport 03.00 LPGA í Malasíu Sport 4 03.00 WGC: HSBC Champ. Golfst. Sunnudagur: 13.20 Brighton-Southamp. Sport 13.30 Browns-Vikings Sport2 14.25 W. Bremen - Augsb. Sport4 15.15 Girona - Real Madrid Sport 3 15.50 Leicester - Everton Sport 17.00 Patriots - Chargers Sport2 18.00 Messan Sport 18.30 Formúla í Mexikó Sport 3 18.30 Sanderson Farms Golfst. 20.20 Redskins-Cowboys Sport2 L14.00 island - Svíþjóð Höllin L16.30 Haukar - Kefiavik L16.30 Njarðvík- Breiðablik L16.30 Snæfell - Valur S19.15 Stjarnan - Skallagrímur 1 Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. fréttabladid/anton Besti leikniaðurinn i Pepsi deild karla 2017: (Lágmark að fá einkunn i 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsson, Valur 2. Bjarni Ólafur Eiriksson, Valur 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavik 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 7. Steven Lennon, FH 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 8. HilmarÁrni Halldórsson, Stjarnan 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 13. Kwame Quee, Vikingur Ó. 15. Anton Ari Einarsson, Valur 16. Pablo Punyed, ÍBV 16. Christian Martinez, Vlkingur Ó. 16. Atli Arnarsson, ÍBV 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 19. Hallgrímur Mar Steingrímss., KA 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 25. Dion Acoff, Valur 26. Damir Muminovic, Breiðablik 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 28. Alex Freyr Hilmarss., Víkingur R. 29. Jósef Kristinn Jósefss. Stjarnan 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,93 6,65 6,64 6,62 6,58 6,58 6,55 6,50 6,50 6,50 6,43 6,41 6,40 6,40 6,36 6,33 6,33 6,33 6,29 6,29 6,29 6,27 6,24 6,22 6,20 6,18 6,17 6,14 6,14 6,14 Gísli Eyjólfsson var besti miðjumaðurinn. Birnir Snær Ingason var besti ungi leikmaðurinn. Steven Lennon var besti erlendi leikmaðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.