Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Nýbiit skjöl um JFK valda vonbrigöum Stór hluti þeirra skjala er varöa morðið á John F. Kennedy voru birt í fyrrinótt. Nokkrum hluta skjalanna var haldið eftir á grundvelli þjóóarhagsmuna og þjóðaröryggis. Lítið kemur iiam í skjölunum sem bendir til samsæris og skjölin staðfesta ekkert í þeim efnum. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is bandarikin Óhætt er aö segja aö þau skjöl sem tengjast moröinu á John Fitzgerald Kennedy, 35. for- seta Bandaríkjanna, sem birt voru í fýrrinótt hafi ekki staðfest framburð þeirra sem aðhyllast samsæriskenn- ingar um andlát forsetans. Donald Trump Bandaríkjaforseti haföi kynt undir þá elda undanfarna daga, allt frá því fulltrúadeild þingsins sam- þykkti fýrir stuttu aö öll óbirt skjöl skyldi birta er tengjast morðinu. Bandaríkjaforsetinn núverandi þurfti þó aö sætta sig viö aö halda allnokkrum skjölum leyndum, í þaö minnsta í bili, eftir þrýsting frá CIA, FBI og innanríkisráöuneytinu. Var talið aö þau skjöl gætu skaðað þjóö- arhagsmuni og ógnaö þjóðaröryggi. Til stendur aö endurskoöa birtingu skjalanna óbirtu innan hálfs árs. Kennedy var, eins og frægt er orðið, myrtur þann 22. nóvember áriö 1963 þegar hann ferðaðist um stræti Dallas í Texas í opnum bll. Var hann skotinn til bana. Komst rannsóknarnefnd, kennd viö formanninn og forseta hæstarétt- ar Earl Warren, aö þeirri niöurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi veriö banamaðurinn. Hann hafi skotið Kennedy til bana úr nærstaddri bygg- ingu og staðið einn að morðinu. Bandarískir fj ölmiölar geröu sumir hverjir afar lítiö úr birtingu slcjal- anna. „Enginn mun muna í fram- tíðinni hvar hann var þegar hann heyrði af því sem kom fram í skjöl- unum um moröiö á JFK er birt voru áriö 2017,“ sagöi í ffétt CNN. Enn fremur sagöi aö atburðarásin sem leiddi til þess að hluti skjalanna var ekki birtur bendi frekar til sam- særis en nokkuð sem kemur fram í hinum birtu skjölum. Ekki er þó þar meö sagt aö ekkert áhugavert hafi komið fram í hinum nýbirtu skjölum. Meöal annars kemur þar fram að alríkislögreglunni hafi borist símtal þar sem lífi Oswalds var hótaö á meðan hann var í haldi. Ekki er vitað hver hringdi en næturklúbbseigandinn Jack Ruby myrti Oswald stuttu síðar. í s k j ö 1 u n u m kemur einnig fram aö Ruby hafi verið á eftirlitslista FBI o hann hafi v e r i ö „ u n d i r - h e i m a - m a n n - eslcja". Brcskur blaöaniaöur fökk ábendingu fyrir moróiö um aö stórfrétta væri aö vænta jfirá Bandarikjunum. Áhugaverðustu upplýsingarnar snúa hins vegar að því að mögulega hafi einhverjir haft vitneslrju um moröiö áöur en þaö átti sér staö, þótt ekkert sé nálægt því aö vera staö- fest í þeim efhum. Til að mynda segir í einu skjalinu frá því aö breskur blaöamaöur hafi fengið nafnlausa ábend- ingu um „stórfréttir frá Bandaríkjunum" mín- útum áður en Kennedy var myrtur. Var blaöamaöurinn hvattur til þess aö hringja í bandaríska sendiráðið í Lundúnum. í ööru skjali segir frá viötali viö mann aö nafni Robert C. Rawles, en þar k e m u r fram aö h a n n hafi heyrt mann á Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu Grafarvogi Reykjavík Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík. • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í nágrenninu. Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða sendið fyrirspurn á netfangið skrifstofa@eir.is Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. ® 522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. ^ Flestirtrúa samsæriskenningum Einn maður myrti JFK Oswald var hluti af samsæri Alls 33% 61% Karlar 33% 62% Konur 32% 60% Hvitir 38% 56% Spænskættaðir 22% 72% Svartir 19% 76% Háskólamenntaðir 42% 52% Ekki háskólamenntaðir 33% 60% Repúblikanar 36% 60% Demókratar 36% 61% Óháðir 24% 70% 18-34 ára 35% 60% 35-64 ára 31% 62% 65+ 32% 60% Trump-kjósendur 35% 61% Clinton-kjósendur 38% 59% krá veðja hundrað dölum á aö Kenn- edy yrði myrtur innan þriggja vikna. Þaö samtal á aö hafa átt sér stað viku fýrir morðið. Eins og áöur segir hafa yfirvöld alla tíö haldiö því fram aö Oswald hafi myrt Kennedy og aö hann hafi verið einn aö verki. Hann hafi ekki átt sér neina vitorösmenn og ekki verið hluti af samsæri. í skjali sem er dagsett skömmu eftir moröiö á Oswald eru orð eignuð J. Edgar Hoover alríkislögreglustjóra sem benda til þess aö hann hafi viljað kæfa hvers konar samsæriskenningar í fæðingu. „Þaö sem ég vil leggja áherslu á, og aðstoðardómsmálaráðherra líka, er aö við þurfum að gera eitthvaö til þess að sannfæra almenning um aö Oswald hafi í raun og veru verið moröinginn." Helstu samsæriskenningar og ástæður Fjölmargar kenningar hafa sprottið upp um að hinir ýmsu aðiiar hafi látið myrða Kennedy og að Oswald hafi ekki verið þar einn að verki. Þykir sumum verksummerki benda til þess að annar byssumaður hafi verið á grasflöt sem Kennedy keyrði fram hjá þegar hann var myrtur. En þóttsamsæriskenningarsinnar séu margireru þeirlangtfrá þvíað halda allir þvi sama fram. Business Insidertóksaman nokkrarvin- sælustu kenningarnar. CIA-kenningin Ýmsir trúa þvi að leyniþjónustan CIA hafi myrt Kennedy vegna ósættis við stefnu forsetans þegar kom að Kúbu og kommúnisma. Síðasta stráið hafi verið þegar Kennedy neitaði að samþykkja að loftherinn myndi styðja hina misheppnuðu Svínaflóainnrás. Því hafi leyniþjónustan ráðið Oswald og hann tekið á sig sökina. Mafíukenningin Tengd kenning snýst um að CIA hafi í raun unnið með mafíunni að því að koma Kennedy fyrir kattarnef. Mafían hafi átt rlkra hagsmuna að gæta á Kúbu, hún hafi rekið þar spilavíti og stefna Kennedys hafi verið liklegtil þess að kosta mafíuna mikið fé. Samkvæmt Business Insider sýna gömul skjöl að mafían hafi áður unnið með CIA að því að reyna að ráða Fidel Castro af dögum og því ekki ómögulegt að hið sama hafi verið uppi á teningnum í Dallas árið 1963. Kú bver ja ken n i ngin Sumirtrúa því að ekki hafi verið um risavaxið samsæri að ræða. Frekar hafi nokkrir Kúbverjar, i útlegð frá ættlandinu, álitið Kennedy vanhæfan vegna hinnar misheppnuðu Svinaflóainnrásar og myrt forsetann. Kennedy var sjálfur vinsæll á meðal kúbverskra flóttamanna i upphafi en vin- sældir hans hurfu eftir innrásina. Johnsonkenningin Maðurinn sem hagnaðist mest á andláti Kennedys var varafor- setinn Lyndon B. Johnson og því ekki að furða að einhverjum hafi dottið í hug að varaforsetinn hafi látið myrða forsetann til þess að hirða sæti hans. Enn fremur hefur verið fjallað um að Johnson gæti hafa óttast svo mjög að hann yrði ekki með Kennedy í framboði árið 1964 og það hafi ýtt honum yfir brúnina. Nikita Krústjef, aðalritari Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. KCB-kenningin Eins ogallir vita var kalda stríðið á bullandi siglingu þegar Kennedy var myrtur. Helsti óvinur Banda- ríkjanna, og þar með Kennedys, voru Sovétríkin. Því telja ýmsir að sovéskir njósnarar, á vegum leyniþjónustunnar KCB, hafi ráðið Kennedy af dögum. Aðalritari Kommúnistaflokksins, Nikita Krústjef, hafi fyrirskipað morðið vegna þess að Kennedy hafi neytt hann til að fjarlægja lang- drægar eldflaugar Sovétríkjanna sem komið hafði verið upp á Kúbu. í skjölum gærdagsins kom meðal annars fram að Oswald hafi verið i samskiptum við KGB-menn áður en hann skaut forsetann til bana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.