Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 6
6
FRÉTTIR ■ FRÉTTABLAÐIÐ
28. OKTÓBER 2017 LAUCARDAGUR
Við komum
þér á kjörstoð
540 4300
m
MENNTAMÁLASTOFNUN
Innritun í framhaldsskóla
á vorönn 2018
Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á
innritun fyrir nám á vorönn 2018 verður dagana 1.-30. nóvember nk.
Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt
fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að
senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is
Starfsfólk Menntamálastofnunar
Víkurhvarfi 3 • 203 Kópavogi
postur@mms.is • www.mms.is • (+354) 514 7500
Lögreglan hefur haft afskipti af parinu sem herjað hefur á íbúa Laugarneshverfis. íbúar eru hvattir til að læsa hurðum
og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Myndin tengist efni fréttar ekki. fréttabladið/ernir
Heimilislausir þjófar
herja á Laugameshverfi
Utangaröspar er í sigti lögreglunnar vegna raöar innbrota og þjóínaöarmála í
Laugarneshverfí undanfarna viku. Bíl hefur veriö stoliö, brotist inn í bíla,
heimili og bílskúra. Lögreglan vonast til aö geta komiö parinu í síbrotagæslu.
lögreclumál Ungt heimilislaust
par er grunað um röð innbrota og
þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í
Reykjavík í vikunni og hafa margir
íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur.
Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti
af parinu og bíður þess að það brjóti
af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu
verði uppfyllt. Þangað til þurfa
íbúar að hafa augun opin og dyrnar
Iæstar.
„Það erbylgja í innbrotum þarna
og okkur grunar að megnið af þeim
tengist þeim,“ segir fóhann Karl Þór-
isson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Hann segir lögregluna fylgjast náið
með gangi mála.
„Við erum með þau í gjörgæslu.
Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot
á sig til að hægt sé að setja þau í
síbrotagæslu og við erum að vinna
í þessu. Vonandi náum við innan
tíðar að klára þetta.“
Noldcur umræða hefur skapast
um innbrotafaraldurinn í Facebook-
Þau þurfa aö fá
ákveðið mörg brot á
sig til að hægt sé að setja þau
í síbrotagæslu og við erurn aó
vinna i þessu.
Jóhann Karl Þóris-
son, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn
hópi íbúa í hverfinu þar sem þol-
endur þjófaparsins greina frá raun-
um sínum. Þar gefur að líta frásagnir
af stolnum bíl, innbrotum í bíla,
innbrotum í bílskúra og heimili þar
sem verðmætum er stolið. Jóhann
Karl segir að brotist hafi verið inn í
fyrirtæki sðmuleiðis.
Greina má áhyggjur og ótta
meðal margra íbúa sem þar taka til
máls en líka samúð með ógæfu og
aðstæðum parsins sem þurfi fyrst
og fremst á úrræðum og aðstoð að
halda. Jóhann Karl staðfestir að hið
unga par sé heimilislaust og glími
við geðræn vandkvæði.
Hann segir mál sem þessi taka
tíma og til að koma þeim í síbrota-
gæslu þurfi einstaklingar að brjóta
nokkrum sinnum af sér.
„Við getum tekið þau úr umferð
einn dag til yfirheyrslu en síðan fara
þau út og koma aftur inn. Síbrota-
gæsla er úrræði til að geta látið fólk,
sem getur ekld gengið laust vegna
þess að það er alltaf að brjóta af sér,
sitja inni þar til dómar falla í mál-
inu.“
Það eina sem íbúar hverfisins geti
í raun gert sé að gæta þess að læsa
að sér og hafa augun opin íyrir grun-
samlegum mannaferðum.
mikael@frettabladid.is
Trúnaöur yfír annarri sáttargreiöslu RÚV
FJÖLMIÐLAR Sú ákvörðun Ríkisút-
varpsins að greiða Guðmundi
Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir
í miskabætur til að ljúka meiðyrða-
máli utan dómstóla í síðasta mán-
uði er ekki einsdæmi í seinni tíð.
Árið 2008 greiddi Ríkisútvarpið
útgerðarfélagi á Súðavík bætur
vegna fréttar af yfirvofandi gjald-
þroti fyrirtækisins sem reyndist
röng. Ríkisútvarpið segir trúnað
ríkja um efni sáttarinnar og mun
eltki upplýsa hversu há sáttar-
greiðslan var að svo stöddu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins barst Ríkisútvarpinu kröfu-
bréf frá lögmanni útgerðarfyrir-
tækisins FiskAri á Súðavílc vegna
fréttaflutnings svæðisútvarps Vest-
fjarða af meintu yfirvofandi gjald-
þroti íyrirtældsins vorið 2008. Aldr-
11 Páll Magnússon var
útvarpsstjóri þegar RÚV
greiddí útgerðarfélagi bætur
vegna fréttar.
ei lcom til stefnu í því máli líkt og
í tilfelli Guðmundar Spartakusar,
en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins féllst RÚV á að greiða eig-
anda fyrirtækisins bætur gegn því
að málið yrði látið niður falla.
Fréttablaðið óskaði i upphafi
mánaðarins eftir upplýsingum frá
RÚV um hversu há sáttargreiðslan
var en fékk þau svör frá Margréti
Magnúsdóttur, skrifstofustjóra
RÚV, í vikunni að þar sem lcveöið
hafi verið á um trúnað í sáttinni við
FiskAra, telji stofnunin rétt að bíða
niðurstöðu úrskurðarnefndar um
upplýsingamál varðandi erindi fjöl-
miðla sem óskað hafa eftir afriti af
sátt RÚV við Guðmund Spartakus.
Páll Magnússon, fyrrverandi
útvarpsstjóri og núverandi þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýndi RÚV á Facebook í síðasta
mánuði fyrir að fallast á að greiða
Guðmundi miskabætur í stað þess
að láta á málið reyna fyrir dóm-
stólum. Spurði hann hvort RÚV
væri að borga peninga til að þurfa
ekld að biðjast afsökunar og hvort
verið væri að kaupa sig frá því að
leiðrétta frétt.
Páll var útvarpsstjóri þegar Ríkis-
útvarpið gerði sátt í máli vestfirska
útgerðarfélagsins árið 2008. -smj