Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.10.2017, Blaðsíða 30
30 HELGIN • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Fór í óveðri út i Gróttuvita Beðinn um að skutla börnunum á æfíngu Þorvaldur hljóp af staö i fjöruna meö pitsuna. fréttablaðið/eyþór Þorvaldur Kári Ingveldarson trommari starfaði sem pltsu- sendill fyrir meira en áratug. „Ég var nýkominn með bilpróf og var mathákur. Vinir mínir unnu á Domino’s í Ánanaustum þannigað starfsvalið var nokkuð Ijóst fyrir átján ára ungling. Ég vildi keyra sem mest og hlusta á músík á meðan. Það gekk ágætlega vel að rata og égátti auðvelt með að lesa á kort, þótt það hafi alls ekki verið þannigeinu sinni," segir Þorvaldur. Þorvaldi er sérstaklega minnis- stæð sendiför eitt óveðurskvöld árið 2003. „Það kom inn pöntun myrkt vetrarkvöld þegar það hefði frekar átt að vera lokað vegna veðurs. Á lýsingunni á heimsendingarmiðanum stendur „húsið næst Gróttuvita”. Þannigaðégleggaf stað útí storminn á stuttermabolnum í bíl- inn og keyri eins langt og ég kemst að vitanum. Fer úr bílnum og sé Ijós í húsunum næst vitanum en sé ekki inn þar sem það er slydda og ég nokkurn spöl frá. Það er hvorki flóð né fjara þann- ig að það er hægt að komast út í Gróttu. Ég viðurkenni að ég hikaði aðeins og hugsaði að þetta væri ekki eðlilegt en pitsan er heit og fólksvangt. Þannigað égákveð að hlaupa af stað í fjöruna með pítsuna. Öldurnar gengu stundum yfir steinana og það frussaðist sjór og slydda yfir mig. En ég náði svo loks yfir og fór að leita að fólkinu í Gróttu. Ég byrja að banka á dyr á öllum húsunum þarna en það voru bara einhver útiljós þannig að ég fer að fatta að það var eitthvað bogið við þessa sendiför. Eftir að hafa reyntallar dyr þáfatta égað það er kannski að koma flóð og éggæti orðið fastur úti í Gróttu. Þá hleyp ég af staðtil baka með pitsuna og ég upplifði það að sjórinn væri að koma nær og nær í myrkrinu en svo loks kemst ég í bílinn og svo beint niður i Ána- naust. Þaðan hringdi ég í viðskiptavin- inn og mér var tjáð að þetta væri seinasta húsið áður en ég kæmi að staðnum þar sem ég stoppaði. Þá fattaði ég hvert förinni var heitið og viðskiptavinurinn fékk að mér finnst ansi víðförla og lífsreynda pítsu i matinn." KOMDU í KOLAPORTIÐ Einar Dagur hefur lent í óteljandi ævintýrum i sendiferðum sinum og hefur sungið fyrir viðskiptavini. fréttablaðið/eyþór Einar Dagur Jónsson stundar nám i klassískum söng og hefur starfað á pítsustöðum frá þvi hann var ungiingur. Fyrst hjá Castello og nú hjá Eldsmiðjunni. „Ég sótti um og var strax spurður: Getur þú komið klukkan fimm i kvöld?” Það má segja að upp frá því hafi ævintýrin hafist og Einar Dagur segir að fyrir alla þá sem hafi áhuga á mannlífi sé starf pítsusendilsins skemmti- legt. „Ég hef starfað við allt mögu- legt er viðkemur pitsubakstri og lika þurft að sendast með pítsur. „Ég hef keyrt pítsu á Bessastaði, til Jóns Jónssonar sem tók á móti henni á nærbuxunum. Þá fór ég með tvær pítsurtil fjallsins, FHafþórs Júlíussonar. Þær voru bara fyrir hann einan. Eftirminnileg er sendiferð með pítsur upp í sumarbústað til nokkurra stráka. Forritara sem voru þar við vinnu. Sumarbústaðurinn var afskekktur og ég þurfti að leggja á migerfiði við að koma bíldruslunni upp erfiðan veg þar sem þeir biðu eftir pítsunum sinum. Mérfannst þær aðstæður mjög fyndnar. Þeim fannst ekkert að því að bíða svona lengi eftir pítsunum eða að ég þyrfti aðfara svona langt ogerfittferðalag. Svo hef égauðvitað sungið fyrir 99 ALLTAF SAGÐIHANN ÞEGARHANN TÓKVIÐ PÍTSUNNI: „MAÐUR ER EITTHVAÐ SVO LATURAÐ ELD A viðskiptavin. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins veit að ég er að læra óperusöng og þegar sonur hans átti afmæli mætti ég með pitsu og söngfyrir hann," segir Einar Dagur og tekur tóndæmi úr Rigoletto fyrir blaðamann. Pítsusneiðin sem vantaði „Einu sinni keyrði ég pítsu til konu sem var með vinkonuhópnum. Þær fengu sér rauðvín með pítsunum og þegar konan hafði greitt fyrir pítsuna spurði hún i fyllstu einlægni: Fieyrðu.gætirðu skutlað krökkunum minum á æfingu?" Sumir viðskiptavinanna eru ein- stæðingar og Einar Dagur nefnir að þeim mæti hann af virðingu. „Ónefnd kona sem fær sér oft í glas á sunnudögum pantar sér oft pítsu. Flún bauð manni alltaf inn til sín. Vildi að maðurfengi sér i glas með henni. Stundum gerði maður það i smástund, þá vildi hún tala um kettina sína.“ Svo eru sumir svo fyndnir. Pítsur eru auðvitað góður matur. Einn góður kúnni pantaði sér pítsu fjórum sinnum i viku ifjögur ár. Og alltaf sagði hann þegar hann tók við pitsunni: „Maður er eitthvað svo laturað elda...“. Uppáhaldssaga Einars Dags er þó ekki hans eigin. „Hingað hringdi óánægður viðskiptavinur og tjáði okkur að það vantaði sneið i pitsuna. Menn skildu ekkert í þessu. Þangað til sendillinn kom. Hann þverneitaði að hafa snert á pítsunni en í síðu skegginu var hins vegar mikið af pítsusósu og mylsnu." Sendlinum hafnað á Tinder Anna Friða með þrautseigum sendlum ogstarfsfólki. fréttabladið/eyþór Anna Fríða Gísladóttir, markaðs- stjóri Domino's, settist niður með sendlum á vaktá vikunni ogtók niður nokkrar nýlegar sögur sendla. Einum sendlanna fannst eftir- minnileg uppákoma hjá fjölskyldu í austurborginni. „Sendillinn fór í sendingu til konu sem var ein með tvær stelpur á aldrinum 6-7 ára. Hann rétti litlu stelpunni pitsuna og hún fer með hana inn í stofu alveg að missa sig úr spenningi. Á meðan mamma þeirra er að borga kemur yngri stelpan hágrenjandi fram ogsegirað systir hennar hafi prumpað á pitsuna og stóra systir hennar náttúrulega að deyja úr hlátri i stofunni," segir Anna Friða og segir frá öðrum sendli sem varð alveggapandi forviða í sendingu um daginn. „Hann mætti á staðinn. Stelpan opnar hurðina og segir strax: Biddu, hef ég ekki séð þig ein- hvers staðar áður? Hann segist ekki kannast við hana og réttir henni pitsuna. Hún borgar og á meðan posinn bíður samþykkis er stelpan að velta vöngum. Svo segir hún: Jú, heyrðu. Núna man ég eftir þér. Ég var að segja nei við þig inni á Tinder áðan,“ segir Anna Fríða frá ogsegir sendilinn varla hafa vitað hvort hann ætti að hlæja eða gráta þegar hann var sestur í bílinn. „Ég skal fara í buxur!“ Þá minnist Anna Fríða á reynslu sendils sem lenti i því að nakinn maður kom til dyra. „Hann bankaði og það kom maður á typpinu til dyra. Sendlinum leist ekki á blikuna og gekk í burtu en sneri svo við þegar nakti maðurinn kallaði á eftir honum: Égskal fara í buxur, ég skal fara i buxur!" Sendlar lenda stundum í uppá- tækjum krakka. Anna Fríða segir af sendli sem fór með sendingu í ein- býlishús í Ásunum. Þrír guttar, um tiu ára gamlir, komu til dyra. Segja sendlinum að bíða og hlaupa svo allir inn. Stuttu seinna opnast þak- glugginn og einn þeirra prílar út á bílskúrsþakið og hinir byrja að ýta stórri stálkistu (kistan var álíka stór og þeir sjálfir) á eftir honum. Það tók þá alveg þó nokkrar tilraunir að koma henni út, en að lokum koma þeirallirsaman að þakbrúninni og láta kistuna síga niður í reipi. Þeir segja sendlinum að það séu peningar í kistunni og biðja hann að setja pítsuna þar ofan í. Síðan draga þeir kistuna aftur upp og príla inn um gluggann með hana og eftir stóð sendillinn gapandi. Þessi sami sendill fór aftur í sendingu á sama heimilisfang nokkru seinna. Konan sem kom til dyra sá hann gjóa augunum upp á þak og segir við hann: „Varst það þú? Fyrirgefðu!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.