Islande-France - 01.10.1948, Page 27

Islande-France - 01.10.1948, Page 27
ISLANDE - FRANCE 25 andi franska léttúð lýsir sér. Létt- úðin er snara, seni hin franska lund leggur á leið þeirra ínanna, er sjá ckki alvöru eða dýpt í öðru en því þunglamalega og stirðbusalega. Að réttu lagi er hún merki um það, sem ég vil nefna „and-smámunasemi“. Ravel var liinum smásmugulegu mesti þyrnir í augum. Þeir finna tónlist lians það til foráttu, að þar fái ástríðurnar livergi framrás, eng- ar sterkar tilfinningar né óp holds- ins, rétt eins og ekki væri liægt að túlka tilfinningar á annan hátt en með sterkum áherzlum. Þegar ég hitti Ravel í síðasta sinn — það var þremur árum fyrir lát iians — barst tal okkar að álfum. Ég var nýkominn frá Finnlandi og liafði komizt þar i kynni við skógar- og vatnadísir á hinum löngu vetrar- kvöldum. Ég rifjaði upp fyrir Ravel ferskar endurminningar mínar um ])essar dulverur, sem nú cr vart að finna nema meðal hreinhjartaðra þjóða, og mega Finnar teljast þeirra á meðal. Ravel, sem var jafnan svo kuldalegur á svi]) og lét, af einskon- ar oflátungsbætti, tilfinningar sínar aldrei í Ijós, svo að aðrir sæju, leit á mig nieð viðkvæmni og blíðu, rétt eins og ég liefði fært honum fréttir af fjarlægum vini. En liann þagði við, svo að ég spurði: „Um livað er- uð þér að hugsa?“ — „Ég er að brjóta heilann um það,“ sagði hann, „á livaða máli dísirnar liafi talað við yður.“ — „A yðar máli,“ svaraði ég honiun. Ravel veilÍL- nána athygli hinum hlutlæga heimi, heimi blómanna, riki dýranna, og' i tónsmíðum sínum leiðir iiann okkur aldrei langt frá jörðu. Hann hefst við á því sviði, þar sem sjón og hugmyndaflug mæt- ast, þar sem vísindi og töfrar snert- ast, og ef hann lifði nú í dag, hefði ég ekki örvænt um að sjá hann semja einhvers konar atómu-svítu, þar sem hann hefði látið tónana lýsa

x

Islande-France

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.