Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 12
BJÖRN BJARNASON:
AF ALÞJÓÐAVETTVANGl
Fasistiskar ofsóknir gegn franska
verkalýðssambandinu. C.G.T.
Hin blóðuga styrjöld franska aftur-
haldsins gegn alþýðu Indó-Kína, kúg-
unarráðstafanir þess í nýlendunum í
Afríku og þjónkun þess við Banda-
ríkin heima fyrir eru fyrirtæki er
kosta mikið fé, og sem ríkisstjórnir
Frakklands, hver fram af annarri hafa
reynt að pressa útúr franskri alþýðu.
En franska alþýðan hefur átt sér öfl-
uga forystu þar sem er Almenna
verkalýðssambandið, undir forystu
hinna ástsælu foringja Benouit Frac-
hon og Alan Le Leap. Þeim hefur tek-
izt með einingarbaráttu sinni að sam-
fylkja verkalýðnum gegn árásum
stjórnarinnar og hindra að verulegu
leyti áform hennar. Á s.l. hausti lét
stjórnin handtaka Alan Le Leap og
heldur honum enn í fangelsi. Og 24.
marz sl. endurtókust atburðirnir frá
1940 er þýzku nazistamir réðust inn í
skrifstofur verkalýðssambandsins,
handtóku foringjana og eyðilögðu
skjöl og húsmuni, en nú var það
frönsk lögregla er óhæfuverkið vann.
Handtók hún Molinó ritara sambands-
ins og André Tolet ritara fulltrúaráðs
Parísar og nágrennis. Einnig átti að
handtaka Frachon en hann náðist
ekki.
Með þessari fruntalegu árás á
verkalýðssamtökin hyggst ríkisstjóm-
in að lama mótstöðu verkalýðsins. Með
því að fangelsa beztu foringja hans
telur hún hér hægra um vik að koma
fram frekari lífskjaraskerðingu.
Það er athyglisvert að 1951, rétt
áður en þáverandi forsætisráðherra
Frakklands lagði upp í ferð til Banda-
Benoit Frachon
10
VINNAN og verkalýðurinn