Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 21

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 21
skemmtigöngu. Frank íór með mig á listaverkasýningu. Þar sá ég myndir sem höfðu þannig áhrif á mig að ég var rétt orðin undir bíl á eftir, alla- vega tiglar og keilur dönsuðu fyrir augunum á mér. Ég varð svo ringluð á þessari sýningu að ég var blátt áfram eins og hæna í danssal. En Frank þótti þetta ágætt. James: Já, þarna mátti sjá stórkost- lega hluti: T. id. „Drekann" eftir William Baziotes, sem er öll samsett úr smápörtum. Eða þá „Skáhöll fals- von“ eftir Pereira — eintómir tiglar og sneiðingar. Svo var þarna líka ein mynd eftir Graves, úr einhvers- konar hári eða strái og með fugl í miðjunni. Ég held hann sé alveg af- burða .... Fulltrúinn: Mig varðar ekkert um þetta. Hvað gerðist svo? Bessie: Síðan fórum við inn á veit- ingastað og fengum okkur nokkra snafsa og snúing á eftir. James: Það er nefnilega sunnudag- ur í dag, hvíldardagur, sko. Bessie: Þegar við fórum þaðan keypti Frank nýjasta heftir af „Life“ og þar voru auglýstir ballettar. Fyrst datt okkur í hug að fara að sjá þennan þarna — hvað heitir hann nú aftur? James (reynir að koma því fyrir sig): „Svanavatnið“. En svo áttuðum við okkur. Það stendur nefnilega í „Life“ að þetta séu „vesælar leyfar hinnar gömlu rússnesku listar". Hinnar rúss- nesku, sko, hr. fulltrúi . Bessie: Svo fórum við og sáum al- mennilegan ballett. Hann heitir „Búr- ið'. James: Já, eftir Jerome Robbins. Hann er áreiðanlega engu minni af- burðamaður á sínu sviði heldur en málarinn — hva hét hann nú aftur? í þessum ballet lendir ungur pipar- sveinn í hópi ungra stúlkna .... Bessie: Já og velur sér eina þeirra .. James: Og þá verða hinar svo vond- ar að þær rífa hann lifandi í tætlur. Stórfenglegur ballett, hr. fulltrúi. Og það skemmtilegasta við hann er það að hann tekur ekki nema fimmtán mínútur. Fulltrúinn: Hvað gerðuð þið svo? James: Við fengum okkur að borða og fórum svo á bíó. Bessie: Ekki var það nú svona ein- falt. Fulltrúinn: Nú, ekki svona einfalt? Heldur hvernig? James: Við vorum ekki sammála. Ég las bíóauglýsingarnar og stakk upp á því að við færum á „Skammbyss- una“, en Bessie sagði: Það er ekkert varið í hana, förum heldur og sjáum „Frammi fyrir skammbyssuhlaup- inu.“ Ég sagðist hafa séð hana og vildi þá heldur sjá „Skammbyssuborgina"', en hún hafði líka séð hana og spurði hvernig mér litist á að sjá „Manninn með skammbyssuna“. Ég sagði að hún væri bara fyrir sunnudagaskólabörn og þá væri nær að sjá „Manninn sem hlær aðl skammbyssunni,,'11 en það vildi hún ekki .... Bessie: Nei, það vildi ég ekki, því VINNAN og verkalýðurinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.