Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 30

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 30
S-------------------------s EINAR BRAGI SIGURÐSSON: ÞRÍLEIKUR UM HAFIIÐ v__________________________;________^ i. Morgunninn lofaði góðu. Á vestur- lofti var sviflétt ský með heiðbláa gegnsæja vængi. Hafið andaði hægt og rótt. Um dagmál kveikti sólin á perlulömpum skýsins. Þá roðnaði sær- inn í svefni. Allir fiskimenn flýttu sér til strandar og ýttu hverri fleytu á flot. — En upp úr hádegi tók skýið að dragast saman. Þegar leið að nóni voru ljósin orðin bleik. Ægir byrjaði að bylta sér, hafið draumfarir þungar. Um miðaftan var skýið orðið að kol- svartri púðurkerlingu. Við kvöldmál kom sprengingin. Hvelfingin rifnaði. Elding laust úthafið. Það rumdi eins og villidýr, reis upp og glennti ginið, hafði úti allar klær og sló án misk- unnar með þungum hrömmum. Ég gekk fram á bjargsbrún og hrópaði til hafs: Ógeðslega ófreskja! ímyndaðu þér ekki að ég skelfist þig. Ég fyrirlít þig af öllu hjarta mínu, en þú ert þess ekki verðug að ég hati þig. Ég sé hvað þú ætlast fyrir. En glæpur þinn skal ekki heppnast. Ég á sakarafl við þig. Eilíf sál mín er þúsundfalt sterkari en morðfús hrammur þinn. I hjarta mínu byltist blóð allra sjómanna, þú berð hvergi lit þess nema á klónum. Ég mun opna æðar jarðar og gera bárufleyg úr allri olíu heimsins til að lækka á þér kambinn. Meðan þú brýzt um í fjörbrotum, mun ég stilla strengjaspilið til nýrra tóna. Og þeir munu týnast í hinni voldugu hljóm- kviðu, er slær yfir lönd, yfir höf löngu eftir að þú hefir öskrað þig dauðan, útsær. 2. Sjáið ræningjaskipið! Það liggur fyrir landi eins og svört padda á björt- um haffletinum. Lestin er full af draugum. Það er trú manna að þeir leiði fiskimennina í hafvillu og grandi bátum þeirra, nema þeir leggi að við skipshlið og skili ræningjunum helft aflans. Á.næturþeli breyta afturgöng- urnar fiskinum í gull. Gullið dregur Skipið lengra og lengra niður. Böndin eru orðin maðksmogin. Ég hef stungið sjálfskeiðung mínum í bvrðinginn. Oddurinn mætti aðeins viðstöðu af málningunni. Síðan rann biaðið frjálst í gegn. Ég hrærði í viðn- um eins og morknu hundakjöti. Þá sagði ég við hafið: Hreinsaðu þetta fúasár af ásýnd þinni! Djúpið byrjaði að bæra á sér. Neðan að heyrðust háir dynkir. Undiraldan var að velta björg- um á hafsbotni. Bylgjuhræringin færð ist út og setti allan sjóinn á hreyfingu. Ræningjaskipið tók að velta þungan. Um allan sjó voru bátar að veiðum. Ég sneri mér til fiskimannanna og sagði: Bræður mínir! Skipið með svarta siglulokkinn hefur lík í lestinni. Það getur vel verið að þau fari á kreik á kvöldin. En þið þurfið ekki að óttast afturgöngur. Djúpið er vaknað 28 VINNAN og verkalyðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.