Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 32
3.
Leikvangur höfrunga.
Sólroðin bára.
Haf sem gola gárar.
Ég vil taka börn mér við hönd og
leiða þau til strandar, að sál þeirra
megi öðlast hlutdeild í dýrð þinni.
í allan dag hafa bátar verið að koma
úr róðri. Þeir eru búnir að tvíhlaða
og þríhlaða. Sjómennirnir kasta gulum
ORMUR ÓLAFSSON:
VOKVÍSUK
Við mig rjála vonirnar,
vegir sálar Ijósir.
Astin bálar allstaðar
andinn málar rósir.
Harmi eyðir hugur minn,
hárið greiðir svalinn,
opnar leiðir allar finn
upp i heiðardalinn
Vorið hvetur vinaþel
vonir letrar stcerri,
þegar vetrar þagna él
þá er betra nœrri.
Fífill grær og fjóla smá,
fjallablœrinn svalar,
lifið nœrir litil strá,
lindin tcera hjalar.
Eigi gleymast cevispor,
atvik geymir minni,
elli dreymir œskuvor
unaðsheima kynni.
bolmiklum þorski léttilega upp á
bryggju. Ungir piltar standa í miðri
kös og eru að afhausa með löngum
sveðjum. Stúlkurnar hafa bundið olíu-
svuntu framan á sig og keppast við
að slíta slóg. Öðru hverju líta þau upp
úi verkinu ,horfast glaðlega í augu og
segja: „Blessaður fiskurinn okkar.“
Fjögra ára gamlir pottormar vaða
slorhauga upp fyrir nára til að gera
sig óhreina. Þeir veifa um sig með
vænum kútmögum og endurtaka í
kotrosknum tón: „Blessaður fiskurinn
okkar.“ Þá brosir gamall maður í grátt
skegg: „Já, Guð hefir blessað fiskinn
okkar.“ í haust fara piltamir og stúlk-
urnar í skóla, litlu strákarnir fá tvenn-
ar síðbuxur með klauf og vösum, og
gamall maður þarf ekki að kvíða vetr-
inum.
Teljið mér ekki trú um að það sé
stuttur spölur neðan úr flæðarmálinu
upp í kirkjugarð. Ég hef borið son
minn þessa leið í fanginu og veit, að
hún er lengri en eilífðin. Þú skilaðir
honum upp á ströndina, sær, látnum
og illa leiknum. Höfði hans hélztu eft-
ir. Ég skal ekki álasa þér. En segðu
ekki að fórn mín sé of smá. Ég hafði
strokið hendi yfir mjúkan hvirfil hans
á hverjum degi frá því hann fæddist
og fundið höfuðmótin gróa hægt og
hægt. Stoltur hafði ég horft á hann
fullþroska mann koma að með hlaðinn
bát á hverju kvöldi. Sorg mín er ekki
léttari, þó hún sé borin vegna þús-
unda — en bjartari. Hún er Ijós sem
logar á altari lífsins.
Fagra gjöfula haf.
Ég gef þér ást mína án skilyrða. Þú
ert barn mitt, ættjörð mín og móðir.
Ég gleðst yfir að vera dropi í djúpi
þínu.
30
VINNAN og verkalýðurinn