Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 21
skemmtigöngu. Frank íór með mig
á listaverkasýningu. Þar sá ég myndir
sem höfðu þannig áhrif á mig að ég
var rétt orðin undir bíl á eftir, alla-
vega tiglar og keilur dönsuðu fyrir
augunum á mér. Ég varð svo ringluð
á þessari sýningu að ég var blátt
áfram eins og hæna í danssal. En
Frank þótti þetta ágætt.
James: Já, þarna mátti sjá stórkost-
lega hluti: T. id. „Drekann" eftir
William Baziotes, sem er öll samsett
úr smápörtum. Eða þá „Skáhöll fals-
von“ eftir Pereira — eintómir tiglar
og sneiðingar. Svo var þarna líka
ein mynd eftir Graves, úr einhvers-
konar hári eða strái og með fugl í
miðjunni. Ég held hann sé alveg af-
burða ....
Fulltrúinn: Mig varðar ekkert um
þetta. Hvað gerðist svo?
Bessie: Síðan fórum við inn á veit-
ingastað og fengum okkur nokkra
snafsa og snúing á eftir.
James: Það er nefnilega sunnudag-
ur í dag, hvíldardagur, sko.
Bessie: Þegar við fórum þaðan
keypti Frank nýjasta heftir af „Life“
og þar voru auglýstir ballettar. Fyrst
datt okkur í hug að fara að sjá þennan
þarna — hvað heitir hann nú aftur?
James (reynir að koma því fyrir sig):
„Svanavatnið“. En svo áttuðum við
okkur. Það stendur nefnilega í „Life“
að þetta séu „vesælar leyfar hinnar
gömlu rússnesku listar". Hinnar rúss-
nesku, sko, hr. fulltrúi .
Bessie: Svo fórum við og sáum al-
mennilegan ballett. Hann heitir „Búr-
ið'.
James: Já, eftir Jerome Robbins.
Hann er áreiðanlega engu minni af-
burðamaður á sínu sviði heldur en
málarinn — hva hét hann nú aftur?
í þessum ballet lendir ungur pipar-
sveinn í hópi ungra stúlkna ....
Bessie: Já og velur sér eina þeirra ..
James: Og þá verða hinar svo vond-
ar að þær rífa hann lifandi í tætlur.
Stórfenglegur ballett, hr. fulltrúi. Og
það skemmtilegasta við hann er það
að hann tekur ekki nema fimmtán
mínútur.
Fulltrúinn: Hvað gerðuð þið svo?
James: Við fengum okkur að borða
og fórum svo á bíó.
Bessie: Ekki var það nú svona ein-
falt.
Fulltrúinn: Nú, ekki svona einfalt?
Heldur hvernig?
James: Við vorum ekki sammála.
Ég las bíóauglýsingarnar og stakk upp
á því að við færum á „Skammbyss-
una“, en Bessie sagði: Það er ekkert
varið í hana, förum heldur og sjáum
„Frammi fyrir skammbyssuhlaup-
inu.“ Ég sagðist hafa séð hana og vildi
þá heldur sjá „Skammbyssuborgina"',
en hún hafði líka séð hana og spurði
hvernig mér litist á að sjá „Manninn
með skammbyssuna“. Ég sagði að hún
væri bara fyrir sunnudagaskólabörn
og þá væri nær að sjá „Manninn sem
hlær aðl skammbyssunni,,'11 en það
vildi hún ekki ....
Bessie: Nei, það vildi ég ekki, því
VINNAN og verkalýðurinn
19