Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 17

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 17
nær því takmarki. Verum sóknhörð og samtaka og sigurinn er vís.“ Þannig var sá hugur, sem einkenndi íslenzkan verkalýð fyrir 30 árum, þegar hann hóf upp merki 1. maí, hins alþjóðlega baráttudags þeirrar stéttar, sem skapar verðmætin með vinnu sinni og sem stefnir hröðvun skrefum til sigurs um allan heim. Og í kvæði til Dagsbrúnar í sama blaði er síðasta vísan þannig : „Ef víðsýn, djörf og starfsglöð stétt vill standa saman um sinn rétt, það hækkar brátt vorn hag, ef fast og þétt oss fylkjum vér, hver finnur glöggt hver skylda’ hans er, þá verður auðvalds árás hver oss efni í sigurbrag“. Síðan 1923 hefur íslenzk verkalýðs- hreyfing gengið í gegnum harðan og stormasaman skóla. Marga og mikla hildi hefur hún orðið að heyja fyrir hagsmunum sínum og þjóðfélagsleg- um rétti sínum. í þessari löngu bar- áttu hefur verkalýðnum aukizt mátt- ur og vald. Nú eru þúsundirnar, sem ganga um göturnar 1. maí, ekki færri en hundruðin 1923. Nú er 1. maí samn- ingsbundinn frídagur, dagvinna í landi stytt í 8 stundir, vinnutími á togurum í 12. Nú er orlofsréttur verkalýðsins lögfestur orðinn ásamt alþýðutrygg- ingum. Allt þetta og margt fleira vitn- ar um það, að íslenzkur verkalýður hefur sótt fram til mikilla sigra. En enn þá er íslenzk verkalýðsstétt kúguð og arðrænd, arðrænd á stór- kostlegri hátt en nokkru sinni fyrr í sögunni. Enn er eðli andstæðingsinjs hið sama. Enn heldur Mogginn áfram að „telja vitlaust“ í kröfugöngum verka- lýðsins, eina breyting hans er sú, að nú er hann ekki lengur danskur held- ur amerískur. Árið 1923 voru fimm ár liðin frá fullveldistöku íslands, en nú eftir 30 ár, situr erlendur her í landinu og ætlar sér það til frambúðar, byggj- andi herstöðvar og vopnabúr. Eftir stórfenglegt þjóðarátak nýsköpunar- áranna liggur straumur vinnuafls nú úr íslenzkum atvinnuvegum til banda- rískra herstöðva í Keflavík, þar sem erlendir menn fá helmingi hærra kaup en „innfæddir". Hinn skipulagði flótti úr íslenzkri framleiðslu er í samræmi við þá markvissu stefnu valdhafanna að afhenda erlendu auðmagni orku og auðhndir lands okkar. íslenzka arðránsstéttin, sem reyndi 1923 að hræða verkamenn frá 1. maí- kröfugöngunni, og sem nú er orðin verkfæri bandaríska auðvaldsins, er orðin skelkuð við hið mikla vald og mátt þess verkalýðs, sem stendur sam- einaður. í beinu framhaldi af hernámi lands- ins og fyrirætlunum um . stóraukið arðrán á íslenzkri alþýðu, hafa vald- hafar landsins kveðið upp úr um her- væðingu arðránsaflanna gegn verka- lýðnum með stofnun innlends hers, jafnframt því, sem meir og meir er ró- ið fyrir afnámi þeirra kjara- og rétt- arbóta, sem verkalýðurixm hefur á- unnið sér. Þessi krafa um íslenzkan stéttaher er jöfnum höndum svar hernámsflokkanna við þeirri miklu einingu 20 þúsund íslenzkra verka- manna og verkakvenna, sem börðust til sigurs í desember við erfiðar að- stæður. Þess vegna er þess nú brýn þörf, á 30 ára afmæli 1. maí, að íslenzkur verkalýður sameinist betur en nokkru sinni fyrr til vamar öllu því, sem hann hefur unnið ,og til sóknar fyrir VINNAN og verkalýðurinn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.