Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 19

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 19
BORIS LASKIN: BANDARISK ÐELGI Lyfsalinn Walter D. Philipps var skotinn til bana á heimili sínu kl. 10 á sunnudagskvöldið. Nágrannarnir heyrðu að vísu skothvellinn, en veittu honum enga athygli, því í sjónvarps- leiknum „Verndarengillinn", sem þeir, ásamt hinum myrta, höfðu heyrt og séð rétt áður, hafði verið svo mikil skothríð, að skotið sem gerði út af við lyfsalann gamla, var eins og síðasti hvellurinn í öllum þeim gauragangi. Glæpamennirnir tveir voru hand- teknir þegar þeir komu út úr húsi lyfsalans og fimmtán mínútum síðar sátu þau á lögreglustöðinni í skrif- stofu Hartleys fulltrúa. Þetta var ósköp venjulegt afbrot — siík afbrot voru framin svo þúsundum skipti á hverjum degi í Bandaríkjun- um. Fulltrúinn geispaði af leiðindum. Áður en hann byrjaði að yfirheyra skötuhjúin, sem staðin höfðu verið að verki, hringdi hann til Mansons — atvinnumanns í glæpafréttaþjónustu. Hartley fulltrúi var því vanur þegar komið var með afbrotamenn til hans að hringja strax til Mansons sem þá var venjulega kominn á staðinn rétt strax, var viðstaddur yfirheyrslurnar, skrifaði nákvæma og æsiþrungna skýrslu um það sem gerzt hafði og sendi hana til að minnsta kosti fimm blaða. Fulltrúinn beið eftir Monson og horfði kæruleysislega á afbrotamenn- ina. Pilturinn virtist vera um tvítugt og stúlkan í hæsta lagi átján ára. VINNAN og verkalýðurinn Bæði jöpluðu á gúmmituggu og lituð- ust um. Manson lét á sér standa. Ef til vill hafði hann komizt í eitthvað á leið- inni sem meiri slægur var í. Harley á- kvað því að hefja yfirheyrsluna og skrifa sjálfur skýrslu um málið, ná- kvæma og ýtarlega, eins og Manson vildi hafa hana. Þegar Hartley hafði eftir fyrstu spurningarnar fengið að vita að pilt- urinn hét Frank James og var nem- andi í menntaskóla, og að stúlkan hét Bessie Benton og var afgreiðslustúlka í búð, bað hann þau að segja sér hvað þau hefðu haft fyrir stafni um dag- inn, þangað til þau drápu lyfsalann. Nákvæmninnar vegna leyfum vér oss að fylgja orði til orðs hinni hrað- rituðu skýrslu fulltrúans, í fram- haldi þessarar frásagnar. Fulltrúinn: Segið mér nú: hvernig byrjuðuð þið daginn? James: Eins og fulltrúinn veit þá er 17

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.