Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 24

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 24
þýðu og friðarvina heimsins eru tengdar vargsvonir. En vér vitum jafnframt að slíkar vonir munu sér til skammar verða. Dauðinn, sem hverjum manni er á- skapaður verður ekki málstað alþýðu og sósíalisma að falli. Þótt nú hafi orðið skarð fyrir skildi, er ástæðulaust að ala ugg í brjósti um framtíð Sovétríkjanna og baráttu al- þýðunnar gegn heimsauðvaldinu, því merkið stendur þótt maður falli. í þessu felst lífsafrek Stalíns, Leníns og annarra beztu læriméistara alþýðunn- ar. Og þótt Tékkóslóvakía hafi með frá- falli leiðtoga síns, Kl. Gottvalds, orðið fyrir miklu áfalli mitt í baráttunni fyrir grundvöllun sósíalismans, skul- um vér vera þess viss, að alþýðan þar mun ná settu marki. Tryggingin fyrir Klement Gottvald. TRÖLLATRÚ Trúði ég á tröllin, tröll í háum fjöllum. Þar í hamrahöllum hlýddu kynjasnjöllum stormum, fossaföllum fornu IslandströIIin. Sóttu feita sauffi, supu merk úr beinum. Gerffu margt í meinum myrkelsk þar í leynum. Mönnum svifaseinum sár var búin dauffi. Trúffi ég á tröllin, trúin sú er flúin. Öld í sneggra snúin, snerputíff er búin. Fjöllin risum rúin; rænd er klettahöllin. Ingolfur Jónsson frá Prestsbakka. því er hið þrautreynda forystulið hennar, flokkur Gottvalds. Báðir þessu miklu leiðtogar munu lifa í verkum sínum og vera fordæmi með alþýðu allra landa í baráttu hennar fyrir réttlæti, friði og þjóð- félagsvöldum. Og sú barátta mun verða leidd til sigurs. 22 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.