Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 36

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 36
ZÓPHANÍAS JÓNSSON: Svipmyndir frá Kína Við erum stödd í borginni Hang- chow í Miðkína, borg sem er fræg fyrir fagurt umhverfi. Hún stendur við Vesturvatn, sem er eitt af fegurstu vötnum þar í landi. Það er fjöllug girt á þrjá vegu. Fjöll- in eru ekki há og víða skógi klædd upp á tinda, víða gnæfa stórar bygg- ingar við himin eins og gamlir kast- alar. Hvort þarna var um varnar- virki að ræða komst ég ekki að raun um. í dölum fjallanna er mikil terækt og te úr þessu héraði er frægt fyrir gæði. Víða gnæfa við himin Pagódur í mörgum hæðum. Þessar sérkenni- legu kínversku þyggingar sem eru hvort veggja í senn musteri til dýrð- ar löngu liðnum forfeðrum eða ein- göngu til að gefa landslaginu fegurri svip. Þessir háu einstæðu tumar eru frá ýmsum tímábilum, sumir yfir þúsund ára, og byggingarstíllinn er harla ólíkur frá hinum ýmsu tíma- bilum, sumar eru afar skrautlegar, gerðar af dýrum steintegundum, mar- mara og granít, aðrar eru aftur á móti byggðar úr timbri útskornar og málaðar sterkum litum, þær eru venjulega nokkuð minni. Hótelið okkar stendur á vatnsbakk- anum, útsýnin yfir vatnið er stórfeng- leg, til fjallanna handan vatnsins. Lágir grandar liggja um vatnið, vaxn- ir stórum trjám, sem breiða hinar laufmiklu krónur sínar út yfir vatnið. Tilsýndar er að sjá eins og trén vaxi upp úr sjálfu vatninu. Við förum á bát yfir vatnið, framhjá litlum pagódum, sem standa aðeins nokkur fet upp úr vatninu, á þeim eru þrjú op, þar eru látin inn Ijós þegar dimma - tekur og tilsýndar speglast ljósin í vatninu á hinn furðulegasta hátt. Litl- ar eyjar eru hér og þar í vatninu, þar vaxa krónumikil tré, sem breiða lim sitt út yfir vatnið. Þarna eru víða sólbirgi og aðrar byggingar, sem ekki virðast hafa öðru hlutverki að gegna en að skreyta umhverfið. Við komum að tjörn þar sem skrautlegir fiskar 34 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.