Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 40

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 40
Að klæða landið skógi er óskadraum- ur allra góðra íslendinga. Myndin er frá Hallormsstað. lykja ísland á alla vegu, standa í vegi fyrir því, að þung fræ barrtrjánna bafi getað borizt til landsins af sjálfs- dáðum. Veðráttan á alls ekki að vera þrándur í götu þess, að hér gætu vaxið barrtré. Það kemur í ljós við athugun á veðurskýrslum, að veður- farslega liggur íslands í hinu svo- nefnda barrskógabelti. Ef einhver vildi samt bera brigður á slíkan talna- samanburð og segja enn, að ísland sé of kalt fyrir barrskóga, þá er ekki í annað hús að venda en skipa því í hið svonefnda túndrubelti (þar sem klaki fer ekki úr jörðu árið um kring), en það tekur hvarvetna við við norð- urmörk barrskógabeltisins. Öllum má vera ljóst, að slíkt væri fjarstæða. Um leið væri einnig felldur sá dómur, að landbúnaður, sem byggist á nokk- urri ræktun, væri hér dauðadæmdur. Sannleikurinn er sá, að þar sem ekki geta vaxið barrtré vegna sumarkulda, er heldur ekki hægt að stunda jarð- yrkju! Reynsþm segir álit sitt Fyrir röskri hálfri öld voru hafnar hérlendis tilraunir með ræktun barr- trjáa. Á þessu tímabili hefur reynslan leitt í ljós: 1. að á íslandi geta barrtré vaxið og meira að segja vaxið hratt, ef vald- ar eru réttar tegundir og fræ þeirra sótt til staða, sem hafa svipuð veð- urskilyrði og ísland, og 2. að þegar er fullljóst, svo að ekki verður véfengt, að miklar nytjar má hafa af þeim barrtrjám, sem hér geta vaxið. T. d. hefur verið reiknað út skv. mælingum á vexti síberísks lerkis að Hallormsstað, að hreinn ágóði af ræktun þessarar tegundar á 1 hektara lands gæti orðið 140 þúsund kr. á 120 árum, ef miðað er við núverandi verðlag — 38 VINNAN og*verkalýÖurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.