Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 4

Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 4
ÁVARP Á síðasta Fjórðungsþingi Austfirð- inga, í september í fyrra, var ákveðið að hefja útgáfu timarits strax, eða eins fljótt og kostur yrði. Til þess að annast framkvæmdir var kosin þriggja manna ritnefnd og skipa hana þessir menn: Hjálmar Vilhjálmsson, Seyðisfirði og er hann formaður nefndarinnar, Jón Sig- fússon, Neskaupstað og Þórarinn Sveins- son, Eiðum. Dráttur hefur orðið á út- gáfu ritsins, lengri en ráð var fyrir gert og œskilegt er. Ástæðan er sú, að Prent- smiðja Austurlands, h. f., Seyðisfirði, sem er eina prentsmiðjan á Austurlandi, gat ekki tekizt á hendur að prenta tima- ritið fyrr en nú nýverið, vegna þess, að letur vantaði, sem nauðsynlega þurfti til útgáfunnar. Þá stóð og nokkuð á mynaa- mótum, sem prentmyndagerð í Reykja- vik var fálið að gera. Nú hefur raknað úr þessu hvorttveggju og afréð þá rit- nefndin að hefja útgáfu timaritAns og sjá menn hér fyrsta hefti þess. Ritstjóri er ráðinn Gunnlaugur Jónas- son, forseti stjórnar Fjórðungsþingsins. Ráð er fyrir því gert, að á þessu ári komi út 6 hefti, hvert um sig 2ý—30 bls., eða eitt hefti mánaðarlega. Verð timarits- ins til næstu áramóta er ákveðið kr. 30,00, eða kr. 5,00 hvert hefti. Áformað er, að frá og með næstu áramótum, komi eitt hefti út mánaðarlega, a. m. k. 10 bls. að stærð hvert, auk auglýsinga. Árgangurinn kostar kr. Jf0,00. Markmið þessa timarits er fyrst og fremst það, að kynna álmenningi starf- semi Fjórðungsþings Austfirðinga og fylgja eftir þeim málum, sem Fjórð- ungsþingið lætur til sin táka. Um leið er ritinu ætlað að vera álmennur um- ræöuvettvangur um hagsmuna- og vél- ferðarmál Austurlands yfirleitt. 1 ann- an stað er svo til ætlazt að ritið flytji fréttir um meiriháttar mál, sem sýslu- nefndir, bæjar- og sveitarstjórnir af- greiða. 1 þriðja lagi er það tilgangur rits þessa, að kynna hin einstöku héruð, kauptún og sveitir í fjórðungnum með fréttaflutningi og frásögnum af hélztu framkvæmdum, mannvirkjum og sér- kennilegum stöðum og er einkum áform- að, að láta myndir fylgja slíkum frétt- um og frásögnum, eftir þvi, sem frekast er kostur. Loks er ritinu ætlað að flytja skemmtiþætti svo sem smásögur, sagna- þætti og annan slíkan fróðleik, eftir því, sem völ kann að vera á og rúm annars leyfir. Ritið verður að sjálfsögðu óháð öllum stjórnmálaflokkum, en ef til vill verður óskað eftir áliti einstákra stjórn- málamanna um tiltékin mál. Ef til þessa kæmi, yrði leitað til stjórnmálamanna úr öllum flokkum og hverjum þeirra œtlað jafnmikið rúm fyrir greinargerð sína. Þetta rit hlaut nafnið „Gerpiru. Þar eð Gerpir er stæðilegt fjaR og austasti staður á landinu, mun vart fundinn ann- ar traustari og meiri Austfirðingur. Ritnefndin væntir þess, að Austfirð- ingar taki blaði þessu vel og táki hönd- um saman við ritstjóra þess og ritnefnd um að gera það í álla staði sem veg- legast úr garði. Ritnefndin heitir og á 2

x

Gerpir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.