Gerpir - 01.07.1947, Page 5

Gerpir - 01.07.1947, Page 5
I fótspor Salómons Hverja hlutdeild eigum vér í Davíö? Engan erfðahlut eigum vér í Isaísyni. Far heim til þín Israéll Gæt þíns eigin húss DavíÖ! I. konungabók 12.—16. Þessi voru ályktarorð hinna 10 ætt- kvísla Israels er þær sögðu Rehabeam konungi upp hollustu, hristu af sér ok það er Salomon faðir hans hafði á þær lagt, og stofnuðu nýtt sjálfstætt ríki und- ir forustu Jeróbóams Nebatssonar, sem gerðist konungur þeirra. En því hef ég valið þau sem einkunnarorð þeirra hugleiðinga, sem hér fara á et'tir, að saga þessarar þjóðar, Israelsþjóðarinn- stuðning góðra manna til þess, að blað- ið fái sem bezt náð tilgangi sinum. Það er mesta nauðsynjamál Austfirð- inga, að standa fast saman um velferð- armál Austurlands. Það er höfuðtak- mark Fjórðungsþings Austfirðinga að sameina sjónarmið Austfirðinga, efla þá til sóknar og varnar í öllum vélferðar- málum fjórðungsins. Með útgáfu rits þessa fæst tæki til þess að vinna þessari hugsjón brautargengi. Ritnefndin væntir þess að lokum, að blað þetta verði aufúsgestur til gagns og skemmtunar á hverju einasta aust- firzku heimili. Seyðisfirði, Uf. júlí 19lfi. F. h. ritnefndar. Hjálmar Vilhjálmsson. ar, sem einu sinni átti heima í landinu við botn Miðjarðarhafsins, landinu, sem síðar fékk nafnið „landið helga“, er sér- staklega lærdómsrík. Og þó það kunni að þykja ótrúlegt, þá er það samt at- hyglisverður boðskapur, sem saga þess- arar fornu menningarþjóðar, sem uppi var fyrir 3000 árum síðan, hefir að flytja þeirri fámennu þjóð, sem nú á dögum á heima hér á landi. Því er sem sé þannig varið, að sú stjórnmála- og félagsþróun sem olli því að ísraelslýður klofnaði í tvö ríki, sem síðar voru eydd af erlendum sigurvegurum, er í ýmsum atriðum furðulega lík þeirri þjóðfélags- þróun, sem verið hefir í fullum gangi hér á landi síðustu áratugina. Til þess að greiða fyrir skilningi á þessu er nauðsyn- legt að rifja upp í höfuðdráttum sögu þessarar þjóðar. En í því efni ætti að nægja að stikla á stóru, sökum þess, að sagan um hana og örlög hennar er þátt- ur í þeirri trúarlegu fræðslu sem flestir þeir, sem kristnir teljast og komnir eru til vits og ára, hafa hlotið. En sú saga er án allra málalenginga á þessa leið: Ættfaðirinn Jakob flutti ásamt son- um sínum og skylduliði þeirra til Egipta- lands, þar sem sonur hans Jósep hafði komizt til mikilla valda og mannvirð- inga. Þar dvöldu afkomendur Jakobs í nokkrar aldir. En er þeim þótti hin allsráðandi og mjög stjórnandi hönd Faraós Egiptalandskonungs leggjast þungt á sig, flýðu þeir burt frá Egipta- landi undir forustu Mósesar leiðtoga 3

x

Gerpir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.