Gerpir - 01.07.1947, Síða 11

Gerpir - 01.07.1947, Síða 11
svokölluð baráttumál eru vopn þeirra í valdabaráttunni. Allir sem til valda vilja komast eru sífellt á þanspani eftir því að klófesta eitthvert hinna margvíslegu fjöldaumboða, á vegum stjórnmála- flokka, stéttarfélaga eða landsambanda. Varla nokkur maður í landinu kemst hjá þvi að honum sé þvælt inn í einhverj- ar af þessum flokks- eða stéttarklíkum, likt og vopnfærir menn á sturlungaöld komust ekki hjá því, að veita vígsgengi einhverjum af hinum stríðandi höfðingj- um þeirra daga.En sporgöngumenn Salo- mons í höfuðborg fslands líkjast honum einnig í fleiru en valdagirni. Þeir eru vissulega margir hverjir mikilhæfir menn og hafa eins og Salomön miklar mætur á skáldskap, bókmenntum og fögrum listum. Þeir eru einnig ekki eft- irbátar hins glæsilega fornkonungs í því, að þeir eru góðir ræðumenn og rit- færir í bezta lagi margir hverjir, en vantar flesta, eins og hann, hið eina nauðsynlega, stjórnvizkuna. — En Salo- mon reisti sér glæsilega höfuðborg og varð víðfrægur fyrir — skyldu eftir- líkjendur hans hér norður frá hafa gleymt að líkjast honum einnig í því efni? Nei, ónei! Þeir gleymdu því ekki, og má jafnvel vera að þeir hafi farið fram úr fyrirmyndinni á því sviði, og er þá mikið sagt. Undir forustu leiðtoga sinna hafa ís- lendingar á fáum áratugum reist sér höfuðborg, sem, ef miðað er við ;búatölu landsins, er hlutfallslega langstærsta höfuðborg í heimi. Þúsundum saman streymir fólk utan af landi til Reykja- víkur til þess að búsetja sig þar og nú er svo komið að % hlutar þjóðarinnar eiga þar heima. Slíkur vöxtur höfuð- borgar þekkist ekki nú á dögum neins staðar annars staðar á jörðinni. Næstum allt það sem þjóðin innvinnur sér og af- gangs er brýnustu lífsnauðsynjum geng- ur til þess, að byggja þessa sívaxandi borg og búa hana atvinnu- og menning- artækjum, og er þar um feikimikið fjár- magn að ræða. Þegar Salomon reisti sína höfuðborg gat hann ausið úr tveim auðsuppsprett- um. Þær voru fjársjóður sá í gulli, silfri, eiri og járni sem faðir hans eftirlét hon- um, og í öðru lagi vinnuskyldan. Spor- göngumenn Salomons á Seltjarnarnesi hafa einnig ausið fé úr tveim uppsprett- um. Þær eru: stríðsgróði tveggja heims- styrjalda og vinnuafl þjóðarinnar. En — munu menn segja — enginn hefir verið skyldaður til þess að leggja fram vinnu til þess, að reisa höfuðborg hins íslenzka ríkis. Reykvíkingar hafa byggt hana sjálfir og af frjálsum vilja. Svo er nú það. Hagkerfi nútímaþjóða er tæki til valdbeitingar svo miklu fullkomnara og áhrifameira en hagkerfi fornaldar- þjóða, sem nýtízku bílar og eru fullkomn- ari samgöngutæki en uxakerrur fyrri tíma. Með aðstoð þess geta valdhafar nútímans beint vinnuafli þjóða sinna næstum því inn á hvaða braut sem er, og það jafnvel án þess að eftir því sé tekið. Sporgöngumenn Salomons á Sel- tjarnarnesi eiga því stórum auðveldari leik en Salomon, sem varð að leggja á þjóð sína beina nauðungarvinnu til þess að koma fram áformum sínum. Leið- togar íslenzku þjóðarinnar hafa að vísu ekki lagt á þjóðina vinnuskyldu til þess að koma fram þeim hlutum sem þeim eru hugstæðir, en þeir hafa síaukið for- réttindaaðstöðu höfuðborgarinnar með því, að einbeita stjórnarskrá og hagkerfi ríkisins, hagsmunum hennar til fram- dráttar á allan hugsanlegan hátt, og þann veg knúið hvern einasta verkfær- 9

x

Gerpir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.