Gerpir - 01.07.1947, Side 17

Gerpir - 01.07.1947, Side 17
þar í smíðum á þessu ári 10—11 íbúðar- hús. Myndin á kápunni er frá Norðfirði. Sést yfir bæinn innanverðan og inn til sveitarinnar. Tímamót Það mun valda tímamótum í atvinnu- sögu Austurlands, ef það tekst að rót- festa til frambúðar togaraútgerð á Aust- f jörðum. Frá náttúrunnar hendi eru skil- yrði til þess hin prýðilegustu, en þau eru ein útaf fyrir sig ekki nægileg til þess að staðbinda slíka útgerð á Austfjörðum. Þær fyrri tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið í þessa átt sanna það. Auk náttúr- legra skilyrða þarf tvennt að koma til, en það er: 1) Upp þarf að rísa togara- sjómannastétt á Austurlandi og 2) skapa þarf aðstöðu í landi fyrir skipin sam- bærilega við þá aðstöðu, sem slík útgerð Hér sðst einn af ríkisbátunum í smíðum á Norðfirði. á við að búa t. d. í Reykjavík og Hafnar- firði, en togaraútgerð hefir ekki, svo sem kunnugt er, verið rekin að marki frá öðrum stöðum á landi hér, þar til nú að gerðar eru tilraunir til þess, að koma henni á fót út á landi. Hér austanlands mun það nú koma í hlut Norðfirðinga og Seyðfirðinga, að finna þau ráð, sem duga til þess, að stað- binda þennan þýðingarmikla atvinnuveg á Austurlandi, og verður að vænta þess að þeir beiti sér af alefli að þessu verk- efni, og taki, ef með þarf upp, sín á milli, nauðsynlega samvinnu til þess að tryggja eftir föngum að settu marki marki verði náð. Það kann að hafa hin mestu áhrif á velferð og framtíð hinna austfirzku 15

x

Gerpir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.