Gerpir - 01.07.1947, Síða 24

Gerpir - 01.07.1947, Síða 24
um fiskiskípum og verka hann í landi. En þetta hafði í för með sér margvísleg önnur viðskipti. Þegar þetta var bannað hnignaði atvinnulífi í austfirzku f jörðun- um og hefur það varla náð sér enn eftir það áfall. Nú er enn vegið í sama kné- runn, ekkert minnsta tillit tekið til þess tjóns, sem einstaklingar og byggðarlög hér eystra verða fyrir, en einungis hugs- að um hagsmuni hinnar reykvísk — sigl- firzku stórútgerðar. Ríkisstjórnir seinni ára hér í landi virðast vera meir og meir háðar hinum ýmsu landssamböndum og fjöldasamtök- um, og verða oftast að láta í minni pok- ann fyrir þeim. Stjórnin sem nú situr í Reykjavík er víst engin undantekning frá þessu, enda þorði hún ekki að ganga á móti Landssambandi útvegsmanna í þessu máli. Þá má heldur ekki gleyma því að nokkrir valdamiklir menn eru ýmist leynt eða ljóst hatramir andstæð- ingar þess að ríkið reisi stóra síldar- verksmiðju á Austurlandi. Þeir vilja Seyðisfjarðarverksmiðjuna feiga, svo að hún haldi ekki áfram, ásamt síldveiðum Færeyinga á austurmiðum, að vera lif- andi sönnun þess, að stór síldarverk- smiðja sunnan Langaness eigi fullan rétt á sér. Það .verður að segjast eins og það, er, að þá er nú borið í bakkafullan lækinn er sjálf ríkisstjórnin gengur fram fyrir skjöldu og stuðlar að hnign- un atvinnulífsins á Austurlandi með niðurrífsaðgerðum af þessu tagi, og höggur þar sá er hlífa skyldi. Vafalaust telja þeir valdamenn, sem hér eru að verki, að nætur og bátar þessara áður- nefndu austfirzku útgerðarmanna eigi að notast af íslenzkum skipum og sjó- mönnum, og með ríkisvaldið að vopni neyða þeir þessa útgerðarmenn til þess að láta af hendi þessi atvinnutæki og ef til vill selja þau burtu af Austurlanai. Margra ára starf tveggja dugnaðar- manna, sem ekki hafa til saka unnið annað en það að reyna við nokkurt and- streymi af völdum hinnar ráðandi stefnu í fiskveiðamálum, að halda uppi atvinnulífi í sjóþorpum á Austurlandi sér og öðrum til gagns, er eyðilagt í einu vetfangi og atvinnurekstur þeirra á þessu ári stöðvaður. Þá er það ekki lítið áfall fyrir atvinnulíf staðanna, þar sem þessir menn hafa bækistöðvar sínai', Eskifjörð og Seyðisfjörð, er þessi starf- semi verður nú að hætta. Fjögur þessara færeysku skipa átti að gera út frá Seyð- isfirði og tvö frá Eskifirði. Sú viðbára hefur heyrzt, að illt sé að þurfa að greiða færeyskum sjómönnum, sem á skipunum starfa, kaup þeirra í erlendum (dönskum) gjaldeyri, og sé slíkt óverjandi eins og gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé nú komið. Þar ber þó þess að gæta, að þann erlenda gjaldeyri skapa þeir sjálfir og miklu meira sem hefði komið íslenzka þjóðarbúinu til góða. En þeir sem sjá ofsjónum yfir þessu ættu að hugleiða það, að í Reykjavík, og raun- ar víða um landið vinna færeyskir verkamenn í hundraðatali við alls konar landvinnu, ekki sízt við byggingar í Reykjavík. Kaupi þeirra er að miklu leyti breytt í erlendan gjaldeyri af ís- lenzkum bönkunum. Hver skapar þann gjaldeyri? Eru það ekki íslenzku sjó- mennirnir fyrst og fremst? Auðvitað eru það þeir, og undanfarin ár hafa fær- eyskir sjómenn og skip þeirra létt undir í þessu efni. Hér eftir verður að greiða færeyskum landverkamönnum, sem hér vinna, kaup þeirra með erlendum gjald- eyri, sem eingöngu er skapaður með starfi íslenzkra handa. 22

x

Gerpir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.