Gerpir - 01.07.1947, Side 30

Gerpir - 01.07.1947, Side 30
liti. Ég held að þú gangir með útvarps- dellu . . . Jæja, mér er sama.“ Jón labb- aði niður i túnfótinn, en Herdís gekk til bæjar. Dagurinn leið. Taðan á hólnum var þurrkuð. Um nónbil kom Herdís með kaffið. Að lokinni kaffidrykkjunni, átti að fara að raka töðunni saman, sæta hana og síðan flytja í hlöðu. Þau drukku kaffið þegjandi og fóru að engu óðslega. Töðunni veitti ekki af að njóta þurrksins sem lengst. „Sjáðu nú, Jón,“ sagði Herdís allt í einu, og benti vestur til fjalla. „Þarna dregur upp bliku og þá rignir hér eftir stutta stund.“ Jón leit upp. Jú, það var ekki um að villast. Þarna dró upp bliku yfir Langa- dalsbotni, og hún virtist fara ört vax- andi. „Þá er ekki til setu boðið lengur,“ Jón stökk á fætur og fór að raka saman töð- unni. „Við rökum því sem mest saman fyrst. Það má saxa upp á eftir.“ Nú var unnið af kappi og töðunni ýtt saman í stórar hrúgur. Blikan á loftinu hækkaði og var nú farin að ná tiJ sólar- innar, svo sólskinið dofnaði. Svo Ieið nokkur stund, og þau Heiðarhjónin þreyttu kapphlaup við skúrina og var lengi vanséð hver mundi hafa betur. Jón rétti sig upp, þurrkaði af sér svit- ann og horfði til fjallanna í vestri. „Hann rignir ekki til muna. Blikan er að þynnast aftur og sér nú í heiðskíran blett yfir dalbotninum.“ — Og Jón hægði á sér við vinnuna. Rétt í sama mund féllu nokkrir regn- dropar, en þeir voru máttlausir og gerðu engan skaða. Þau Iuku við að sæta töðuna og síðan var henni ekið heim í hlöðuna og var það ekki Iangrar stundar verk. Himininn var nú aftur orðinn heið- skír. En Jón varð þungur á brúnina, þegar hann renndi augunum um túnið, þar sem föngin breysk-þomuðu að utan í glaða sólskininu. „Ætli það hefði ekki verið eins gott að dreifa því öllu, eins og ég ætlaði mér,“ hugsaði Jón með sér. En hann sagði ekkert. Það var ekki gustuk að hrella Herdísi með því. Tröllatrú henn- ar á útvarpið mundi nú líklega dofna. O-já, öllum gat svo sem skjátlast. Næsta morgun var veður hið sama, sólskin og sunnan vindur. Jón var snemma á fótum og tók þegar til óspilltra málanna að slá úr föngunum. 1 dag ætl- aði hann að ráða og dreifa allri töð- unni, hvernig svo sem færi. Það varð að ráðast svo sem verða vildi. Ekki var þurrkurinn svo sem öruggur, þó hann héngi svona uppi í gær. Alltaf var hægt að búazt við dembu, þegar hann er við þessa áttina. Það var ekki slengið slöku við hey- þurrkinn á Heiði þennan daginn. öll taðan var breidd og henni snúið tvisvar fyrir miðjan dag. Eftir stuttan miðdegisblund héldu þau hjónin aftur út á túnið. Þau fóru þegar í stað að raka saman töðunni. Ekki veitti af deginum. Herdís hafði hlustað á veðurfregnirn- ar um morguninn, en hún hafði ekki enn- þá komið sér að því að segja Jóni frá þeim. Og ekki hafði hann kannske verið að spyrja eftir slíku. — Ekki mikið. Samt gat hún ekki stillt sig um það, að láta Jón vita um veðurspána. „En þessi blessaður þurrkur," sagðí hún. Þeir sögðu þetta Iíka í morgun, herramir í útvarpinu, að hér yrði þurrk- ur í dag.“ Jón gegndi þessu engu. Þau héldu á-

x

Gerpir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.