Gerpir - 01.07.1947, Side 31

Gerpir - 01.07.1947, Side 31
fram heyverkunum af miklu kappi og þögðu bæði. Nú fór að draga bliku á loft. — Þau hjónin tóku ekki eftir neinu, fyrr en sól- skinið fór að fölna. Þá litu þau upp, bæði jafn snemma. Var þá kolsvört blika yfir Langadalsbotni og teygði hún lopa sinn langt á loft upp. „Skyldi hann nú ekki samt hanga uppi eins og í gær,“ mælti Herdís í hálfum hljóðum, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Eitthvað heyrðist mumpa í Jóni, en orðaskil urðu ekki greind. Nú var hamast á túninu á Heiði. Þau hjónin tóku nú á því, sem til var. Jón sópaði heyinu saman með fimum hand- tökum og furðulegum hraða. — En það kom fyrir ekki. Eftir nokkrar mínútur féllu fyrstu droparnir. Rigningin færð- ist fljótt í aukana og að stundu liðinni var komin hellirigning. Jón henti frá sér hrífunni, tvísté nokkra stund og góndi upp í loftið. Blik- an hafði nú teygt sig um himininn allan. I austrinu sást þó enn lítil rönd af heið- um himni niður við sjóndeildarhringinn. „Það verður ekki þurrkað meira þenn- an daginn,“ sagði Jón. Hann labbaði til þúfnakolla sinna. Það var þá líklega bezt að nota rekjuna á þá. Jón sofnaði fljótt um kvöldið, en Her- dís gat ekki sofnað. Hún bylti sér á ýms- ar hliðar lengi nætur. Hún var að hugsa um lægðir og veðurspádóma og sofnaði út frá því að lokum. Þegar hún vaknaði morguninn eftir, var Jón allur á bak og burt. Hún horfði út í gluggann. Það var svo sem sama út- litið ennþá, skafheiður himinn og vest- an gola. Hún sá að Jón var farinn að snúa töðunni fram á túninu. Hann bar hrífuna ótt og títt og hljóp við fót. Herdís hraðaði sér i fötin. Hún varð að komast sem fyrst út til heyverkanna, Hún hafði fljótaskrift á bæjarverkun- um í þetta sinn. Þegar þeim var lokið, greip hún mjólkurföturnar og labbaði fram göngin áleiðis í fjósið. Við stofu- dyrnar nam hún staðar, hún mundi þá eftir útvarpinu. Nú stóð rétt á þeim tíma, er veðurspáin var lesin. . . . „Saklaust var það nú, að hlusta á spána í dag rétt í þetta sinn, ekki svo að skilja, að hún ætlaði sér að fara að hlutast til um heyverkin. Nei, ónei, ekki þennan daginn, hvernig sem spáin yrði. Hún skyldi ekki hætta sér út á þá hálu braut aftur,. . . aldrei framar.“ Hún setti frá sér föturnar og gekk inn í stofuna. „En . . . hvað . . . hvað er nú þetta? Hér var ekkert að sjá, ekkert út- varpstæki.“ — Það var horfið. Hún leitaði í öllum hornum, undir bekkum og alls staðar, þar sem henni datt í hug, en sú leit bar engan árang- ur. „Auðvitað hefur Jón tekið tækið og falið það,“ hugsaði Herdís, öðruvísi get- ur það ekki verið.“ — Hún þekkti nú svo sem hvernig hann Jón var. — Auð- vitað mundi hann kenna útvarpinu um þessi mistök við heyskapinn undanfarna tvo daga. Það var svo sem auðvitað. — Jæja, hann um það. Ekki skyldi hún skipta sér af því framar eða spyrja um það, hvað af því hefði orðið. „O-nei, ekki hún Herdís gamla, svei því, . . . en gaman var nú að því samt.“ Herdís lokaði stofunni, tók fötur sín- ar og hraðaði sér í fjósið. Jón skyldi ekki þurfa lengi að bíða eftir henni. Við fjósdyrnar nam hún snögglega staðar og stóð þar grafkyrr, eins og hún væri negld niður. Hún einblíndi góða stund á fjóshurðina. Hér var ekki um að 29

x

Gerpir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.