Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 32

Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 32
Vélfrœðinájnskeið Fiskifélagsins Ennþá einu sinni býður Fiskifélag fs- lands Austfirðingum upp á mótornám- skeið. Að þessu sinni hefir verið á- kveðið að halda það á Eskifirði, og á það að byrja 1. okt. í haust. Tvö undanfarin ár hefir verið reynt að koma á þessum námskeiðum, en það hefir strandað á þátttöku nemendanna. Það þykir ekki forsvaranlegt að halda þessi námskeið með minna en 15 til 20 nemendum, kostn- aðár vegna, þar sem þarf að senda vél- fræðikennara að, því hér á Austurlandi er ekki á lausum kjala hæfur maður til kennslunnar. Einnig er ýmis konar ann- ar kostnaður við þetta og allmikil fyrir- höfn, þar sem hvergi er hér eystra að öllu leyti hentugt húsnæði eða annað, sem til þarf. 1 þetta sinn var eftir tals- verða athugun tiltækilegast að hafa námskeiðið á Eskifirði, þar sem sæmi- legast er að koma aðkomumönnum fyrir, sem er mjög þýðingarmikið atriði; einn- ig er þar sæmilegur vélakostur til villast. Út úr fjósinu heyrðist glymjandi hljóðfærasláttur. . . Nei, þetta hlaut að vera ofheym, sprottin af andvöku næt- urinnar og erfiði gærdagsins. Hún opnaði fjósið með hálfum huga og gekk inn. Beint á móti dyrunum var auði básinn hennar Skjöldu.Þar kom hún auga á gljáfægðan hlut, og þá rann upp fyrir henni ljós. — Þarna var útvarps- tækið komið. Herdís stóð dolfallin á stéttinni. — Dynjandi Strauss-valsar fylltu fjósið á Heiði voldugum hljómum. kennslunnar og fáanlegt húsnæði við mjög sæmileg skilyrði. Það er tvímælalaust mjög mikil þörf á að vélgæzlumenn geti fengið þessa menntun, fleiri en komast að á nám- skeiðum Fiskifélagsins í Reykjavík, og þess vegna vill Fiskifélagið koma til móts við þörfina með þessu móti, en getur ekki búið sig undir þetta, ár eftir ár, þegar ekki er hægt að sjá að þetta sé nauðsynlegt, eftir því sem þátttakan hefir fengizt að undanförnu. Vera má að undanþáguleiðin, sem farin hefir verið, valdi nokkru um þetta, þar sem mennirnir geta fengið að minnsta kosti í bráðina full atvinnuskil- yrði við vélgæzlu, án þess að hafa farið á námskeið. Þetta hefir verið af illri nauðsyn, þar sem vélarnar í bátunum eru alltaf að stækka, og það þarf orðið minnst tvo vélamenn á flesta bátana. Gera verðúr ráð fyrir því, að undanþág- urnar verði algjörlega afnumdar áður en langt líður, enda ekki skynsamlegt að vanrækja menntun manna á þessu sviði. Þessi sljóleiki manna hér á Austur- landi um þetta, getur vel orðið til þess að það verði alveg hætt við að reyna að koma hér á mótornámskeiðum, og verða menn þá að kosta sig í Reykjavík eða annars staðar, ef menn vilja afla sér nauðsynlegra réttinda til vélgæzlu. Eitt af skilyrðunum fyrir vélstjóra- réttindum, er að menn kunni sund, og hefði þess vegna verið æskilegra að hafa námskeið, þar sem sundlaug var, vegna þeirra manna, sem ekki eru búnir að læra að synda, en þeir hinir sömu verða 30

x

Gerpir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.