Gerpir - 01.07.1947, Page 34

Gerpir - 01.07.1947, Page 34
 ir tilfínnanlegu veíðítjóni vegna þess, að ekkí var nein stór síldarverksmiðja sunnan Langa- ness, en þó aldrei eins og nú í sumar, er síldin hefir að mestu haldið sig fyrir sunnan nesið og langt suður með landi. Síld hefir sézt vaða víða út af Austfjörðum í sumar, jafnvel allt suður hjá Hvalbak. Síldveiðiflotinn hefir þó lítið farið suður fyrir Vopnafjörð, sem skiljanlegt er, því eftir því sem lengra er haldið suður á bóginn verður siglingin lengri til baka með aflann. Allt til þessa hafa ýmsir valdamiklir síldarút- vegsmenn verið á móti því að ríkið reisti síldar- verksmiðju á Austurlandi og hafa talið, að slík verksmiðja ætti ekki rétt á sér, til þess væri Austfjarðasildin of stopul. Nú hefir síldin sjálf dæmt i þessu ágreiningsmáli, og verður sá dóm- ur varla véfengdur héðan af. Auðvitað getur síldin verið stopul fyrir Austurlandi og vafalaust koma fyrir ár og ár að lítið verður um síld á austurmiðum. En með leyfi að spyrja: Er síld æfinlega við hendina á Norðurlandsmiðunum þegar á að grípa hana? Manni hefir óneitanlega sýnzt, að misbrestur væri nokkuð oft í því. Þá er því ekki að leyna, að ekki eru allir á einu máli um það, hvar á Austfjörðum skuli reisa verksmiðjuna, og þarf það engan að undra. Hér í blaðinu mun ekki alið á þeim ágreiningi að óþörfu. Úrskurðarvaldið í því máli er hjá ríkis- stjórninni, og getur hún gert hvort heldur hún vill ákveðið staðinn sjálf, eða falið það einhverj- um þeim mönnum, sem hún telur hæfa til þess. Væri öllum bezt að úr þessu væri skorið og stað- urinn ákveðinn sem fyrst. Verður að vænta þess, að þingmenn Austfirð- inga geri nú allt, sem í þeirra valdi stendur til þess, að hafizt verðí handa um framkvæmdir i þessu máli. Misbeiting skrifstofuvalds. í vor sl. ákvað Viðskiptaráð, að hér eftir skyldi leyfisgjald af innflutnings- og gjaldeyris- leyfum greítt í Heykjavík á skrifstofu Viðskipta- ráðs, (nú fjárhagsráðs) en áður gátu menn a. m. k. utan Reykjavíkur greitt gjald þetta á skrif- stofum bæjarfógeta og sýslumanna. Þá hefir sama stofnun ákveðíð að enga innflutta vöru megi framvegis byrja að selja, fyrr en Viðskipta- ráð (nú fjárhagsráð) hefir samþykkt verðið, og tíl þess að fá þetta samþykki eru menn skyldaðir til að senda ráðinu innkaupsreikningana. Áður var Iátíð nægja að fyrírskipa mönnum, að fara eftir ákveðnum reglum um álagningu, og verð- lagseftirlitsmenn látnir gæta þess, að þeim fyrir- mælum væri hlýtt. Með þessum ráðstöfunum er enn verið að tor- velda kaupsýslumönnum búsettum úti á landi, að reka sjálfstæða innflutningsverzlun. Var þó sannarlega nóg fyrir af reglugjörðum og lög- um sem gera bein innkaup frá útlöndum svo erf- ið, að kaupsýslumenn úti á landi hafa hver af öðrum gefizt upp við að halda við slikum bein- um samböndum. Sýnir þetta, þó í smáu sé, glögglega þá tak- markalausu ósvífni, sem skrifstofuvaldið i Reykjavík leyfir sér að beita í garð þeirra sem út á landi búa. Segja má að kaupsýslumenn I Reykjavik eigi sæmilega auðvelt með að haga sér eftir þessum nýju fyrirmælum; en þeim kaup- sýslumönnum, sem heima eiga og verzlun reka úti á landsbyggðinni baka slík fyrirmæli sem þessi mikla fyrirhöfn og eru skaðsamlegur hemill á eðlilegu viðskiptalífi. Með þessum aðgerðum og öðrum slíkum, er forréttinda-aðstaða hinnar reykvísku verzlunarstéttar stöðugt aukin á kostnað þeirra, sem enn eru að berjast við að halda uppi sjálfstæðum verzlunarrekstri úti á landi. Það væri létt verk og löðurmannlegt fyrir hina mörgu fulltrúa dreifbýlisins á alþingi að koma því til leiðar að slik ákvæði, sem þessi yrðu af- numin þegar í stað. Það er sinnuleysi af þeim að láta svona nokkuð viðgangast. DagsbrúnarverkíalliS. Eins og kunnugt er, þá lauk þessu langa verk- falli 6. júlí sl.Hér skal enginn dómur á það lagður né úrslit þess. Eitt er þó athyglisvert í sambandí við það, og sem kann að hafa víðtækar afleiðing- ar er fram líka stundir. Það skeði neínílega í fyrsta skipti við þetta tækifæri, að allmörg stétt- arfélög úti á landi tóku afstöðu gegn vilja og til- mælum verkalýðs-valdhafanna í Reykjavík. Mun þeim hafa brugðið illa við, því öllum valdhöfum er það sameiginlegt, að þeir kunna því illa að þeim sé ekki hlýtt. En reykvískum valdhöfum væri hollt að gera sér sem fyrst ljóst, að byggj- endur hinna dreifðu byggðarlaga landsins lítæ á verk þeirra með vaxandi vanþóknun og tor- tryggni. 32

x

Gerpir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerpir
https://timarit.is/publication/1970

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.