Gerpir - 01.07.1947, Page 40
RAFAELSABATINI
sagnfrœðingurinn og skáldið heimsfrœga, var fœddur á Ítalíu árið 1875. Fyrsta rit
hans kom út árið 1904, og síðan hefur hann ritað meira en 40 bœkur. Meðal annars
hefur hann ritað margar skáldsögur sögulegs efnis, og hafa þœr náð mestri hylli
allra bóka hans, enda hefur hann hlotið heimsfrœgð fyrir þœr. Síðan Dumas ritaði
,,Skytturnar*‘, er talið að enginn annar en Sabatini hafi komizt í samjöfnuð við hann
í samningu sögulegra skáldsagna, enda hefur hann verið nefndur Dumas vorra tíma.
— Vinsœldir bóka hans má marka af því, að árið 1929 höfðu í Englandi einu selzt
7oo,ooo eintök af „Sœgamminum" [kom fyrst út 1915], 7oo,ooó eintök af „Scara-
mouche*’ [1921] og 5oo.ooo eintök af „Víkingnum" [1922]. — Auk þess hafa sögur
hans verið þýddar á flest tungumál veraldar, margar þeirra kvikmyndaðar, og sum-
ar oft, eins og t. d. „Víkingurinn" [Captain Blood], sem sýnd var síðast hér á landi
[í Tjarnarbíó] sumarið 194G. — Sumar sögur hans hafa áður verið þýddar á íslenzku
og birtar neðanmáls í dagblöðunum í Reykjavík, en síðan gefnar út sérprentaðar. —
Eru þœr fyrir löngu með öllu uppseldar.
+ PRENTSMIÐJA AUSTURLANDS H/F hefur ákveðið að gefa út 12 hinar beztu af
sögulegum skáldsögum Sabatinis. Hafa nokkrar þeirra komið út áður, en aðrar eru
nú þýddar á íslenzku í fyrsta sinn. Koma þœr út í tveim flokkum, G bœkur í hvorum
flokki. I fyrri flokknum, sem kemur út á þessu ári, eru:
VÍKINGURINN, í HYLLI KONUNGS,
LEIKSOPPUR ÖRLAGANNA, ÆFINTÝRAPRINSINN og
SÆGAMMURINN, DRABBARI.
Eru fjórar hinar fyrst töldu þegar komnar í bókabúðir víðast hvar á landinu, en
hinar tvœr koma út fyrir áramót. í síðari flokknum, sem kemur út á nœsta ári, verða:
SENDIBOÐI DROTTNINGARINNNAR, SCARAMOUCHE,
HETJAN HENNAR, HEFND og
ASTIN 3IGRAR, KVENNAGULLIÐ.
Þýðingarnar hafa annazt hinir fœrustu menn, svo sem:
Árni óla, ritstjóri, Sigurður Björgúlfsson, fyrv. ritstj.,
Jón sál. Björnsson, skáld, Sigurður Arngrímsson, fyrv. ritstj.,
Axel Thorsteinsson, skáld, Kristmundur Þorleifsson, rithöfundur.
Theódór Árnason, rithöfundur,
Bœkurnar verða um 20 arkir að stœrð að meðaltali og munu kosta kr. 25,00 heftar.
Bœkur þessar eru hver annarri betri og eiga allar sammerkt í því, að þœr eru bœði
skemmtilegar og fróðlegar. Þœr eru að vísu aðallega œtlaðar til skemmtilesturs,
enda svo heillandi, að erfitt er að opna þœr án þess að lesa þœr til enda. Þó eru
þœr vel þess virði, að þœr séu lesnar hvað eftir annað. Það má því œtla, að marga
fýsi að eiga þœr innbundnar, og hefur þess vegna verið ákveðið að
★ gefa þeim, sem vilja eiga þœr allar, kost á að kaupa þœr
í alrexín bandi með egta gyllingu, á kr. 32,00 hverja bók.
Er þá bandið selt allmiklu fyrir neðan kostnaðarverð. — Innbundnar verða baekurnar
þó aðeins seldar fyrir þetta verð þeim, sem skuldbinda sig í upphafi til þess að
kaupa allar bœkurnar í öðrum hvorum eða báðum bókaflokkunum. Áskriftarlistar
að öllu ritsafninu liggja frammi hjá bóksölum um allt land. Sérstök athygli skal vak-
in á því, að vegna skorts á bókbandsefni verður ekki bundið inn meira en menn
skrifa sig fyrir. — Þeir, sem þess óska, geta tryggt sér að fá bœkurnar innbundnar
jafnóðum og þœr koma út með því að útfylla neðanskráðan pöntunarseðil, sem hœgt
er að láta ófrímerktan í póst:
UMBOÐSMAÐUR PRENTSMIÐJU AUSTURLANDS H F
Suðurgotu 4 — Reykjavík.
Eg undirritaður óska að gerast áskrifandi að sögulegum skáldsögum R. Sabatini,
báðum bókaflokkunum fyrri síðari bókaflokknum [Strikið út það, sem ekki á við]
innbundnum í alrexínband og skuldbind mig til að greiða andvirði bókanna, kr.
32,00 pr. bók, að viðbœttu burðargjaldi, við móttöku.
Nafn: ...............................................................
Staða: ..............................................................
Heimili: ------------------1.........................................
Fóststöð: ...........................................................