Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 60

Bergmál - 01.03.1947, Qupperneq 60
Marz BergmÁl • hálfri tommu lengra til hægri, væri hann dauður. í einu vetfangi hafði hann kastað sér flötum, á bak við eina afdrepið, sem þarna var að finna. I sundarfjórðung hafði hann reynt að losa af sér hinar þungu byrðar, sem hann var klyfjaður með. Hann varð jafnfram atð gæta þess að gefa óvininum 'ekki færi á sér um leið. Að lokum gat hann þó náð byrðun- um af sér. Það voru mikil þægindi að geta lagt þær við hliðina á stein- inum og stækka þannig afdrepið næstum um helming. Á sama augna- bliki kom kúla í farangurinn og önnur strax á eftir. Hann heyrði bresta í eldhúsáhöldunum og velti því fyrir sér hvort steikarapannan yrði nothæf eftir þetta ævintýri. Loksins gat hann rétt úr sér og þurrkað svitann af andliti sínu. Nú hafði hann líka næði til að hugsa. Carrigan hafði ósvikna trú á mann- legum vitsmunum og skynsemi. — Þú getur gert það sem þú vilt, ef þú aðeins notar skynsemina — var hann vanur að segja. Það er meiri hjálp að skynseminni, en góðri byssu. Nú þegar honum fór heldur að líða betur reyndi hann að gera sér grein fyrir aðstæðunum. Hver var hinn óþekkti náungi, sem lá andspænis honum og hafði ráðizt að honum með slíkum ofsa. Hver var hann? Vandinn jókst er blýið brakaði að nýju í pottum og pönnum. Það fór skot svo nærri annarri hendi hans í þetta sinn, að hann verkjaði í hana á eftir. En þar sem hann hafði nú heldur meira svigrúm, fór hann að skrapa sandi upp að líkama sínurn til frekari varnar gegn skotum óvinarins. Hann heyrði til skógarfugls. Lítill söngfugl flögraði út úr skóginum og settist á skínandi bjarkargrein í skógarjaðrinum. David fannst, að háls hans hlyti að sprynga, eftir söngkröftunum að dæma. Fuglinn litli var ekki stærri en lítil hneta. Hann sat ekki lengi kyrr, en söng á flugi, ákveðinn í að yfirgnæfa allan annan söng á þessum slóðum. Carrigan tók eftir því, að hann gat horft á fuglinn, þar sem hann sat á greininni og séð hann út um örlitla rifu á milli bakpokans og steinsins. Þar gat hann séð í áttina til'þess staðar, er óvinur hans lá tilbúinn til að drepa. Hann varð að tefla á tvær hættur. Ef hinn tæki eftir einhverri hreyfingu hans vissi Carrigan að öllu var þar með lokið, og úti væri um sjálfan hann. Hann lagaði þó rifuna og víkkaði hana tommu fyrir tommu, með hinni mestu varkárni, og vissi jafnframt að þessum aukna viðbúnaði hans hafði ekki vérið veitt athygli. Hann hélt sig vita hvar árásarmaður- 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.