Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 54
Goðasteinn 2003
Þá var rætt um skiptingu svæðisins milli okkar fjárkaupamannanna. Árna
fannst sjálfsagt að hann keypti í austurhluta Reykjarfjarðarhrepps og var það
samþykkt, síðan var ákveðið að Leifur, Björn og Eyjólfur færu fyrst í Mjóa-
fjörðinn en þegar búið væri að kaupa þar færi Eyjólfur til liðs við Árna en Björn
og Leifur út í Súðavíkurhrepp og keyptu þar en þangað kæmi Einar í Eyvindar-
holti til móts við þá, en Einar í Moldnúpi færi suður með lömbin úr Súganda-
firðinum og Hólshreppi, Leifur færi svo með lömbin úr Súðavíkurhreppnum á
skipi inn að Arngerðareyri og kæmi þeim á bíla þar. Ákveðið var að við Kjartan
færum í innri hluta Ögurhrepps, þá væri eftir ytri hluti Ögurhrepps og Eyrar-
hreppurinn en þar átti að smala viku seinna en annars staðar á svæðinu. Ég átti
svo að fara einn í ytri hluta Ögurhrepps en Björn og Einar í Eyrarhreppinn.
Lömbin af þessum svæðum yrðu svo flutt á skipum inn að Arngerðareyri og tekin
þar á bílana til flutnings suður. Þessi áætlun stóðst svo í öllum megin atriðum. Þá
benti Páll okkur á menn sem æskilegt gæti verið fyrir okkur að hafa samráð við
og hvar við skyldum byrja. Með þessu má segja að Páll hafi sett okkur inn í
starfið.
Þarna fórum við yfír túnið á Birnustöðum. Ekki leist okkur vel á
það, því að þaö var bæði illa þýft og svo stóðu víða steinar út úr
þúfunum.
Að því loknu var lagt af stað á bátnum í blíðu veðri svo ekki var erfitt að koma
mönnum í land. Fyrst var lent í Vatnsfirði þar sem Árni varð eftir ásamt Páli.
Næst var lagt að landi að Látrum í Mjóafirði, þar fórum við hinir í land. Þeir
Bjöm, Leifur og Eyjólfur urðu eftir á Látrum en við Kjartan gengum um kvöldið
að Laugabóli í Laugardal. Þar er yfir Iágan fjallveg að fara sem heitir Þernuvíkur-
háls. Að Laugabóli vorum við ekki komnir fyrr en aldimmt var orðið en ljósin á
bænum vísuðu okkur leiðina þangað. Þarna fórum við yfir túnið á Birnustöðum.
Ekki leist okkur vel á það, því að það var bæði illa þýft og svo stóðu víða steinar
út úr þúfunum.
Á Laugabóli bjó Aðalsteinn Jónasson ekkjumaður með tveimur dætrum sínum
Rögnu og Sigríði, þar fengum við mjög góðar móttökur og fyrirgreiðslu en Páll
hafði vísað okkur á Aðalstein á Laugabóli til þess að leita til eftir því sem við
þyrftum á að halda. Það kom sér vel fyrir okkur Kjartan í þessari ferð og fyrir mig
síðar.
í Laugadalnum voru sex bæir í byggð, Birnustaðir, Laugaból, Hrafnabjörg,
Hagakot, Blámýrar og Strandsel. Á þessum bæjum keyptum við lömb næstu tvo
daga, fórum svo út að Ögri og keyptum þar og á Garðstöðum þriðja daginn.
-52-