Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 181
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
börnin sem dvöldu á Leirubakka, lengri eða skemmri tíma, þau héldu tryggð við hana allt
lífið og litu jafnvel á hana sem aðra móður sína.
Jóhanna var trúuð kona og framhaldslífið var í hennar huga jafn sjálfgefið og þetta
jarðneska sem við lifum. Hún vissi að góður Guð er kærleiksríkur, miskunnsamur, fyrir-
gefur og friðar. Já, veitir hjálp og huggun í hverri þraut. Þessi trú og vissa setti mark sitt á
öll hennar orð og gerðir. Hún tók því sem að höndum bar með æðruleysi og bað Guð sinn
að leysa úr því sem hún taldi sig ekki ráða við með öðrum hætti. Það sem hún setti í önd-
vegi var manngildið, heiðarleikinn og heilindin og þessum gildum miðlaði hún til barn-
anna sinna og niðja. Réttlætistilfinningin var henni í blóð borin, hreinlyndi ríkti í huga
hennar, kærleikurinn bjó í hjartanu. Og hjálpsemin var fygikona hennar.
Jóhanna var ákaflega vel gefin kona. Hún fylgdist grannt með allri þjóðmálaumræðu
og í dagsins önn, vel máli farin, mannglögg, fróð og minnug með afbrigðum. Hún hafði
mikinn áhuga á hverskyns fróðleik og jafnan fús að leggja góðum málum lið, m.a. með
þátttöku í starfi kvenfélagsins hér í sveitinni um langt árabil. Eins var hún mikil hagleiks-
kona, það bókstaflega lék allt í höndum hennar hvort sem um saumaskap var að ræða eða
aðrar hannyrðir. Allir þeir fallegu hlutir sem til eru eftir hana bera hagleik hennar fagurt
vitni. Arin sem hún dvaldi á Hrafnistu gat hún sinnt hugðarefnum sínum, sem voru fyrst
og fremst hannyrðir og hverskyns fróðleikur. Þar leið henni ákaflega vel, hún hlustaði á
spólur Blindrafélagsins um leið og hún saumaði út, „bróderaði“ og heklaði hvert lista-
verkið á fætur öðru svo að unun var á að líta.
Og hún var sú gæfumanneskja að halda til æviloka andlegri heilsu, þótt líkaminn væri
orðinn sem brotinn reyr. Það varð hlutskipti Jóhönnu eins og svo margra af hennar
kynslóð að sjá heiminn breytast án þess að breytast sjálf, hinn góði arfur úr foreldrahús-
um varð veganesti hennar í lífinu og við hann hélt hún tryggð allt til æviloka. Æskuhug-
sjónimar vom síungar í brjósti hennar og minningarnar um Magnús eiginmann hennar,
manndómsmanninn og drenginn góða, urðu henni hvatning til að hætta aldrei að trúa á
hið góða og sanna í eðli mannsins og umhverfi. Hún var ein þessara kvenna sem gerðu
jafnan lítið úr eigin afrekum, en minntist með hlýju þakklæti vináttu og tryggðar allra
þeirra sem hún umgekkst, sveitunga, vina og ættingja um farinn veg. En allir dagar eiga
kvöld. Jóhanna andaðist á Hrafnistu í hárri elli þann 14. júní sl. og fór útför hennar fram
frá Skarðskirkju 29. júní 2002.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
-179-