Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 33

Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 33
Goðasteinn 2003 kl. 18:25, eða um 8 mínútum eftir að kvikan náði til yfirborðs. Rishraði gos- makkarins hefur því verið um það bil 90 km/klst, en þetta er svipaður rishraði og mældist í Heklugosinu 1947. í um 12 km hæð nær gosmökkurinn síðan massa- jafnvægi, þ.e. askan, gösin og andrúmsloftið ná sömu eðlisþyngd. Þá byrjaði gos- mökkurinn að breiða úr sér og berast með ríkjandi vindátt til norðurs frá Heklu (mynd 3). Sigurður Þórarinsson heitinn sýndi fram á að kvika í Heklu verður mun súrari ef langur tími líður á milli gosa (almennt tala jarðfræðingar um basískar og súrar kvikur þar sem basísk kvika er mjög frumstæð, þunnfljótandi og myndar nær ávallt hraun, en súrar kvikur eru sagðar þróaðar úr þeirri basísku og eru seigar og sprengivirkar. Rétt er að geta þess að kvikan er ekki súr í eiginlegum skilningi þess orðs). Eins og áður hefur verið getið er undir Heklu mikið kvikuhólf. I þessu kvikuhólfi „súrnar“ kvikan á milli eldgosa, þ.e. kristallast og breytir um efnasam- setningu. Eitt af því afdrifaríkasta sem gerist er að kvikugös komast ekki inn í kristallana og eykst því hlutfallslegt magn þeirra á milli gosa. Kvikugösin og sú afgangskvika sem ekki kemst í kristallana, til að falla út sem fast efni, safnast fyrir efst í kvikuhólfinu. Þegar síðan kvikan leitar upp til yfirborðs þenjast kviku- gösin út, sökum þrýstiléttis, þannig að rúmmál kvikunnar margfaldast. Þetta er ástæðan fyrir því að upphafsfasi Heklugosa er ætíð mjög sprengivirkur og myndar mikinn gosmökk yfir eldstöðinni á fyrstu klukkutímunum. Þá er stærð upphafs- fasans í samhengi við hvíldartíma Heklu á milli gosa. í gosinu 2000 höfðu aðeins liðið um 9 ár frá því að hún gaus síðast í janúar 1991. Samkvæmt Kjartani Ö. Haraldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði dreifingu gosefnanna, mun heildarrúmmál þeirra hafa verið um 0,01 rúmkílómetri, sem er með þeim allra minnstu gjóskugeirum þekktum frá Heklu. Út frá mælingum á eldgosaóróa má ráða í hvað var að gerast á eldstöðvunum þær fyrstu mínútur sem beinar athuganir voru stopular. Veðurstofan skráir eld- gosaóróa samfara skjálftavirkni. Á mynd 4 er sýnt óróalínurit frá gosstöðvum Heklu út gostímann fengið hjá Veðurstofunni. Af þessu má ráða að eldgosið náði hámarki kl. 18:49, en upp frá því dregur jafnt og þétt úr krafti þess. Út frá mynd- um teknum af Gísla Óskarssyni í Vestmannaeyjum sést að sprengivirknin er að mestu yfirstaðin upp úr kl. 19:00, en hann flaug þá yfir eldstöðvarnar og tók myndir af mikilli kvikustrókavirkni á gígaröðinni og hraunframleiðslu henni sam- fara. Sigrún Karlsdóttir veðurfræðingur hefur greint radarmyndir sem teknar voru af eldstöðvunum á gostíma. Þar kemur fram eins og áður segir að gosmökkurinn er kominn í um 12 km hæð eftir aðeins 8 mínútur, þetta kom einnig fram í gögnum frá gervihnöttum er mældu styrk ósons í lofthjúpnum yfir íslandi á þessum tíma. -31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.