Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 154
Annálar 2002
Goðasteinn 2003
Fermingarbörn sem gengu til
spurninga í Holtsprestakalli
vorið 2003. Efri röð frá vinstri:
Guðrún María Guðmunds-
dóttir, Búlandi, Dagbjört
Garðarsdóttir, Hólmi, Sigríður
Olafsdóttir, Þorvaldseyri,
Jóhann Þórir Jóhannsson,
Moldnúpi, og Símon Bergur
Sigurgeirsson, Hlíð. Neðri röð
frá vinstri: Marta Kristín
Jósefsdóttir, Ormskoti, Klara
Valgerður Jósefsdóttir, Lindar-
túni, Ævar Sigurðsson, Asólfsskála, Sverrir Guðmundur Guðmundsson, Núpi III, Guðni Rúnar
Logason, Neðri-Dal, og Arný Sandra Olafsdóttir, Gularási.
varð sú nýbreytni í kirkjustarfi að bjóða eldri borgurum í sýslunni til messu með kaffi-
boði, einu sinni að vetri í hvert prestakall, í fyrsta sinn í Krosskirkju 17. nóvember. Mikil
gleði var með daginn og veisluborðið, sem var hlaðið kræsingum í Gunnarshólma.
Arlegur skilafundur síðast liðins árs, boðaður í upphafi nýs árs með sóknarnefndar-
mönnum, safnaðarfulltrúum, meðhjálpurum, organista og formanni kirkjukórs, fór fram í
Holti 29.1.2003 fyrir Eyfellinga og 30.1.2003 fyrir Landeyinga, þar sem sóknarprestur
flutti starfsskýrslu sína og gerði einnig grein fyrir málefnum frá héraðsfundi, frá
Hjálparstofnun kirkjunnar, frá Leikmannastefnu, kirkjuþingi 2001. Einnig lagði hann
fram yfirlit ýmissa sjóða, messuáætlun ofl.
Skýrslur frá sóknamefndum
Lrá Stóra-Dalskirkju: Kórgluggi var málaður, útihurð áborin og vesturstafn málaður.
Þá var borið á girðingu umhverfis garðinn. Gefið til kapellunnar á Lundi kr. 50.000,-
Obreytt sóknarnefnd og starfsfólk frá fyrra ári.
Lrá Asólfsskálakirkju: í undirbúningi er legstaðarskráning í „Garður.is“ og haft sam-
starf við Kirkjugarðasamband íslands. Stefnt að því að koma að hirðingu við garðinn í
Holti. Gefið til kapellunnar á Lundi kr. 50.000,- Óbreytt sóknarnefnd og starfsfólk frá
fyrra ári. Lrá Eyvindarhólakirkju: Bílaplan jarðvegsskipt, íborið og frágengið. Stefnt er
að því að leggja slitlag á planið. Gengið frá hellulögn við sáluhlið. Stefnt er á að endur-
bæta raflagnir kirkjunnar og laga girðingar. Gefið til kapellunnar á Lundi kr. 100.000,-
Óbreytt sóknarnefnd og starfsfólk frá fyrra ári.
Lrá Krosskirkju: Sóknamefnd sá um framkvæmdir við verulega stækkun á bílaplani
við kirkjuna og Systkinahúsið, safnaðarheimili kirkjunnar. Því er nú lokið og er nú unnið
að málningu girðingar um kirkjuna og stefnt að því að mála safnaðarheimilið nú í haust.
Krosskirkju barst að gjöf gestabók, með fagurlega útskorinni bókarkápu af gefendum,
hjónunum Sæbjörgu Tyrfingsdóttur og Guðlaugi Jónssyni, Voðmúlastöðum. í sók-
narnefnd eru: Þorsteinn Þórðarson, formaður, Helga Bergsdóttir, ritari og Guðrún
Aradóttir, gjaldkeri. Meðhjálpari er Sigurður Óli Sveinbjörnsson. Organisti er Haraldur
Júlíusson. Lormaður kirkjukórs Landeyja er Hafsteinn Eyvindsson.
-152-