Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 158
Látnir 2002
Goðasteinn 2003
Látnir í Rangárþingi 2002
Hér á eftir verður minnst allra þeirra sem létust í Rangárþingi á árinu 2002, auk
annarra Rangæinga sem jarðsettir voru af sóknarprestum héraðsins. Einnig er
minnst nokkurra Rangæinga sem aðrir prestar jarðsettu og eins sem lést í árslok
2001 og ekki var með síðast.
Ásmundur Jón Pálsson,
Laufskálum 5, Hellu
Ásmundur Jón Pálsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar
1969. Foreldrar hans eru Anna Bjarnarson frá Reykjavík og
Páll G. Björnsson frá Garði í Fnjóskadal, en þau hjón skildu
þegar Ásmundur var á unglingsaldri. Eldri bróðir Ásmundar
er Ragnar, kvæntur Guðrúnu Dröfn Ragnarsdóttur.
Sambýliskona Páls föður hans er Erla Emilsdóttir.
Móðurforeldrar Ásmundar voru Stefanía og Stefán
Bjarnarson í Fossvogi í Reykjavík, og föðurforeldrar
Kristbjörg Líney Árnadóttir og Garðar Björn Pálsson frá
Garði í Fnjóskadal. Sjálfur bar hann nöfn afabræðra sinna frá Garði, tvíburabræðranna
Ásmundar og Jóns Pálssona.
Ásmundur fluttist fárra mánaða gamall með fjölskyklu sinni frá Reykjavík að Hellu á
Rangárvöllum og ólst þar upp við leiki og störf barna og fullorðinna í þoipinu, og átti þar
heima alla ævi. Hann var tápmikill og glaðvær drengur, ófeiminn og upplitsdjarfur, og
hafði snemma til að bera ríka réttlætiskennd, sem oft birtist í samskiptum hans við leik-
félaga sína, þegar hann tók sér stöðu með þeim sem minna máttu sín. Hann var mikið
náttúrubarn og elskur að dýrum, ekki sízt hundum og hestuin, og eignaðist sinn fyrsta
hest fyrir fermingu, Gosa, sem var hans eftirlæti lengi, ásamt Blæ og Heiri prúðum görp-
um sem síðar urðu á vegi hans.
Frá barnsaldri var Ásmundur heimagangur hjá hjónunum Elsu Pálsdóttur og Magnúsi
Kjartanssyni í Hjallanesi á Landi. Hann batzt þeim sterkum tryggðar- og kærleiksbönd-
um, og kallaði þau ömmu og afa. Hjallanesheimilið skipaði sérstakan sess í huga hans, og
þar átti hann ófáar ánægjustundirnar í faðmi náttúrunnar og dýranna í sveitinni.
Árið 1988 hóf Ásmundur sambúð með Guðbjörgu Eddu Árnadóttur frá Skíðbakka í
Austur-Landeyjum, dóttur Laufeyjar Hauksdóttur og Árna Erlendssonar. Samvistum
Ásmundar og Guðbjargar lauk eftir þriggja ára sambúð. Sonur þeirra er Stefán Smári,
-156