Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 157
Goðasteinn 2003
Annálar 2002
Fermingarbörn í Oddapresta-
kalli 2003: Efsta röð f.v.:
Oskar Helgason, Hákon Hjört-
ur Haraldsson, Auður Berg-
þórsdóttir, Sóldís Helga Sigur-
geirsdóttir, Þórður Sigur-
bjartsson, Einar Þór Guð-
mundsson. Miðröð f.v.: Esra
Osmann Víglundsson, Elfa Osk
Guðlaugsdóttir, Eyþór Jóns-
son (fermdist 2002), Stefán
Þór Þórsson, Rakel Oskarsdót-
tir. Fremsta röð f.v.: Lóa
Dagmar Smáradóttir, Birna
Borg Bjarnadóttir, Kristín
Erla Kjartansdóttir, Gunnar
Eggert Gunnarsson (fluttur),
Torfi Geir Símonarson.
Keldnakirkju sitja Drífa Hjartardóttir og Skúli Lýðsson, Keldum, og Sveinn Runólfsson,
Gunnarsholti.
Hin árlega söfnun fermingarbarna til stuðnings þróunaraðstoð og hjálparstarfi kirkj-
unnar í Eþíópíu og Mósambík í Afríku, fór fram mánudagskvöldið 4. nóvember 2002. í
Oddaprestakalli söfnuðust 65 þúsund krónur, en yfir landið allt söfnuðust yfir 4,6
milljónir króna í 43 prestaköllum. Það er þakkarefni hve vel var tekið á móti börnunum
er þau gengu í hús með söfnunarbauka sína, og mikilvægt að þau fái tækifæri til að láta
um sig muna í mikilvægu starfi kirkjunnar til hjálpar minnstu bræðrunum og systrunum í
heiminum.
Nýja kapellan á Lundi á Hellu var vígð 2. sunnudag í jólaföstu, hinn 8. desember
2002, af séra Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi í Skálholti. Allir prestar prófasts-
dæmisins tóku þátt í athöfninni, sem var fjölmenn, og fólk á einu máli um að vel hefði
tekist til við hönnun og gerð þessa litla en fagra helgidóms. Kapellunni bárust fjölmargar
gjafir á vígsludaginn og endranær, bæði frá einstaklingum, félögum og stofnunum. Vitnar
það glöggt um þann einhug sem ríkt hefur í héraðinu um verkið.
Sigurður Jónsson
-155-