Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 140
Goðasteinn 2003
dróttkvæði í þýðingu sinni á Ars maior eftir Donat og skiptir átrúnaður skáldanna
hann engu. Hann rökstyður þessa afstöðu sína í ritgerðinni og bergmála orðin for-
mála Snorra að Eddu:
í þessa bók má gerla skilja, að öll er ein listin skáldskapur sá er
rómverskir spekingar námu í Aþenisborg á Grikklandi og sneru síðan
í latínumál, og sá ljóðaháttur eða skáldskapur er Oðinn og aðrir
Asíamenn fluttu norður hingað í norðurhálfu heimsins, og kenndu
mönnum á sína tungu þesskonar list, svo sem þeir höfðu skipað og
numið í sjálfu Asíalandi, þar sem mest var frægð og ríkdómur og
fróðleikur veraldarinnar.'81
Dróttkvæður kveðskapur er talinn ættaður alla leið úr Asíu og af sama meiði
og sá klassíski gríski og latneski kveðskapur sem höfundar málfræðirita á latínu
vitnuðu til í verkum sínum. Islenskum lærdómsmönnum tókst þannig að laga hina
klassísku latínuhefð að íslenskum menningararfi og skilgreindu fornar sögur og
kvæði í samhengi við erlenda strauma. Þannig var bilið brúað milli skólamennt-
unar og hinnar þjóðlegu menningar í landinu svo engu úr hinum fornu menntum
þurfti að kasta fyrir róða.
Edda Snorra Sturlusonar sprettur upp úr þessari sömu kennsluhefð og má sjá
það skýrast af varðveislu verksins og málfræðiritgerðanna. í fjórum af sex hand-
ritum Eddu eru einnig málfræðiritgerðir og þær eru settar í beint samhengi við
efni bókarinnar, einkum þess hluta hennar sem fjallar um skáldskaparmálið, þ.e.
Skáldskaparmál. í Skáldskaparmálum er hið fræga ávarp Snorra til ungra skálda
þar sem hann býður þeim verk sitt svo þeir læri að kveða kvæði að hætti hinna
gömlu skálda.
En þetta er nú að segja ungum skáldum, þeim er girnast að nema mál
skáldskapar og heyja sér orðfjölda með fornum heitum eða girnast
þeir að kunna skilja það er hulið er kveðið, þá skilji hann þessa bók til
fróðleiks og skemmtunar.191
Það er ljóst að Skáldskaparmál er sá hluti Snorra Eddu sem hefur verið tengd-
ur við kennslu í grammatica og hann hefur ennfremur verið í stöðugri endurnýjun
og endursköpun af þeim sem rituðu kennslubækurnar. Verkið var stytt, endur-
raðað og umskapað eftir þörfum. Snorra Edda er því ekki ein bók, eins og við er-
um vön að lesa hana, heldur margar, allt eftir því hvaða handrit við lesum.
Tengsl virðast á milli þeirrar virðingar sem dróttkvæðaskáldin nutu í íslenskum
fræðum á tólftu öld og þess að kveðskapur þeirra varð viðurkenndur sem heimild
138-