Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 187
Goðasteinn 2003
Látnir 2002
Lilja dóttir þeirra flutti að heiman og stofnaði sitt heimili. Tómas andaðist 11. maí
1970. Það ár tók bróðir Jónínu, Þorvaldur Þorgrímsson og kona hans Valgerður
Bjamadóttir við búinu, en Jónína fluttist til dóttur sinnar í Vestmannaeyjum og manns
hennar Óskars Einarssonar 1971. Þar starfaði hiin í nokkur ár, fyrst í Vinnslustöðinni,
einnig við húshjálp og síðar við aðhlynningu aldraðra á Elliheimilinu, uns hún fékk
hjartaáfall. Eftir það fór hún á Elliheimilið á eigin vegum til að hugsa um fólkið sitt. Lilja
dóttir hennar fluttist með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar og nokkru síðar eða 1993 flutti
Jónína til hennar og síðar á elliheimilið að Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún beið sátt
þess sem kemur í lífi okkar allra.
Jónína kom nær árlega í heimsókn á gamla heimilið sitt að Raufarfelli og fylgdist með
öllu í sveitinni sinni, sem átti hug hennar og allar minningar. Hún andaðist 24. nóvember
á elliheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fór fram frá Eyvindarhólakirkju
30.11.2002
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti
Kristjana Geirlaug Einarsdóttir frá
Önundarhorni, A-Eyjafjöllum
Kristjana fæddist að Ytri-Sólheimum 29. júní 1919 for-
eldrum sínum, hjónunum Einari Einarssyni ættuðum frá
Raufarfelli og Ólöfu Einarsdóttur frá Ytri-Sólheimum og
var elst 6 systkina, en eftirlifandi eru: Þorbergur Einar, Þor-
steinn, Sigurjón Einar og Sigríður Guðmunda. Heimilið að
Ytri-Sólheimum var þá sex heimili með samliggjandi
bæjum og Sólheimakapellu rétt fyrir sunnan og neðan
bæina. Kristjana varð snemma í uppáhaldi á heimilunum,
hjá ömmu sinni og afa og móðursystur sinni Guðrúnu í
afabæ og hjá fleirum. Snemma lærði hún til allra verka, ekki
síst verklag móður sinnar er hún sneið og saumaði fötin.
17 ára fór hún sem vinnukona til Vestmannaeyja og var þar tvo vetur og var síðan
heima við bú- og heimilisstörf. A heimilinu kynntist hún Adolf Andersen, sem kom að
Ytri-Sólheimum sem vinnumaður 1939. Móðir hans var frá Patreksfirði, en faðir hans frá
Hillerröd í Danmörku. Hann hafði verið tekinn í fóstur þriggja ára að Rauðsbakka í
þessari sveit. Þau giftust 5. júlí 1941, en það ár fæddist fyrsta barn þeirra Óli Einar. Síðan
fluttu þau til Vestmannaeyja og áttu þar heimili í 3 ár, en þar fæddist Jón Már 1942. 1944
fluttu þau aftur heim að Ytri-Sólheimum og hófu þar búskap á litlu jarðnæði og reistu sér
þar íbúðarhús og síðar útihús, sem Addi, eins og hann var kallaður, byggði með útsjónar-
semi og sínum sérstöku smíðahæfileikum og dug. Þarna fæddust börnin Svanlaug 1944,
Guðmundur Marinó 1945 og Guðmundur Helgi 1949.
-185-