Goðasteinn - 01.09.2003, Page 181

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 181
Goðasteinn 2003 Látnir 2002 börnin sem dvöldu á Leirubakka, lengri eða skemmri tíma, þau héldu tryggð við hana allt lífið og litu jafnvel á hana sem aðra móður sína. Jóhanna var trúuð kona og framhaldslífið var í hennar huga jafn sjálfgefið og þetta jarðneska sem við lifum. Hún vissi að góður Guð er kærleiksríkur, miskunnsamur, fyrir- gefur og friðar. Já, veitir hjálp og huggun í hverri þraut. Þessi trú og vissa setti mark sitt á öll hennar orð og gerðir. Hún tók því sem að höndum bar með æðruleysi og bað Guð sinn að leysa úr því sem hún taldi sig ekki ráða við með öðrum hætti. Það sem hún setti í önd- vegi var manngildið, heiðarleikinn og heilindin og þessum gildum miðlaði hún til barn- anna sinna og niðja. Réttlætistilfinningin var henni í blóð borin, hreinlyndi ríkti í huga hennar, kærleikurinn bjó í hjartanu. Og hjálpsemin var fygikona hennar. Jóhanna var ákaflega vel gefin kona. Hún fylgdist grannt með allri þjóðmálaumræðu og í dagsins önn, vel máli farin, mannglögg, fróð og minnug með afbrigðum. Hún hafði mikinn áhuga á hverskyns fróðleik og jafnan fús að leggja góðum málum lið, m.a. með þátttöku í starfi kvenfélagsins hér í sveitinni um langt árabil. Eins var hún mikil hagleiks- kona, það bókstaflega lék allt í höndum hennar hvort sem um saumaskap var að ræða eða aðrar hannyrðir. Allir þeir fallegu hlutir sem til eru eftir hana bera hagleik hennar fagurt vitni. Arin sem hún dvaldi á Hrafnistu gat hún sinnt hugðarefnum sínum, sem voru fyrst og fremst hannyrðir og hverskyns fróðleikur. Þar leið henni ákaflega vel, hún hlustaði á spólur Blindrafélagsins um leið og hún saumaði út, „bróderaði“ og heklaði hvert lista- verkið á fætur öðru svo að unun var á að líta. Og hún var sú gæfumanneskja að halda til æviloka andlegri heilsu, þótt líkaminn væri orðinn sem brotinn reyr. Það varð hlutskipti Jóhönnu eins og svo margra af hennar kynslóð að sjá heiminn breytast án þess að breytast sjálf, hinn góði arfur úr foreldrahús- um varð veganesti hennar í lífinu og við hann hélt hún tryggð allt til æviloka. Æskuhug- sjónimar vom síungar í brjósti hennar og minningarnar um Magnús eiginmann hennar, manndómsmanninn og drenginn góða, urðu henni hvatning til að hætta aldrei að trúa á hið góða og sanna í eðli mannsins og umhverfi. Hún var ein þessara kvenna sem gerðu jafnan lítið úr eigin afrekum, en minntist með hlýju þakklæti vináttu og tryggðar allra þeirra sem hún umgekkst, sveitunga, vina og ættingja um farinn veg. En allir dagar eiga kvöld. Jóhanna andaðist á Hrafnistu í hárri elli þann 14. júní sl. og fór útför hennar fram frá Skarðskirkju 29. júní 2002. Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla -179-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.