Stjörnur - 01.05.1950, Síða 6
Faye Emerson
skilur við Elliot Roosevelt
Samkomulagið milli þeirra
Faye Emerson og Elliot Roosevelt
hefur ekki verið sem bezt þeirra
þriggja ára löngu hjúskapartíð.
Hvað eftir annað hefur komið til
orða að þau skildu, en alltaf hafa
þau sæzt aftur.
I eitt skipti lýsti Faye því yfir,
að hún hefði fyrir fullt og allt yf-
irgefið kvikmyndirnar og ætlaði
að gefa sig alla að því að uppfylla
skyldur húsmóður og eiginkon-
unnar. En nokkrum mánuðum
síðar skar hún í sundur slagæð
annarar handar og ætlaði að láta
sér blæða út í baðkeri hússins.
Það var eftir meiriháttar rimmu
milli þeirra hjóna. En Elliot bjarg-
aði henni úr baðkerinu á síðustu
stundu, og þau sættust enn full-
um sáttum.
Nú hefur skilnaður þeirra einu
sinni enn komið á dagskrá.
— Okkur er báðum Ijóst, segir
Faye, að við eigum ekki saman.
Þetta er í annað sinn, sem hin
fagra Fay Emerson bíður hjóna-
bandsskipsbrot. Nú getur hún
vonandi um sinn snúið sér aftur
að kvikmyndalífinu.
g 9TJÖRNUK
* * Það er dýrt spaug fyrir kvik-
myndafélögin ef einhver leikar-
anna er illa fyrirkallaður og verð-
ur að hætta leik í miðju kafi. Ef
einhver stjarnan fær höfuðverk
svo illan að hlé verði að gera í
kvikmyndatökunni í klukkustund
á meðan hún er að jafna sig,
verða hundruð manna að bíða
iðjulaus. Heíur það verið reiknað
út, að klukkustundarhöfuðverkur
í Hollywood kosti að meðaltali
7500.00 krónur.
' * Það er sagt um Skota að þeir
séu nískir og sparsamir, en þótt
varasamt sé að leggja trúnað á
allar Skotasögur, er eitt víst, að
þeim er illa við að Englendingum
sé eignað allt sem brezkt er. Þegar
David Niven er kallaður Englend-
ingur gerir hann athugasemd: Eg
er Skoti, segir hann.
'' Merle Oberon, sem áður var
gift enska kvikmyndaframleið-
andanum Alexander Korda, en
skildi við hann 1945 til þess að
geta gifzt kvikmyndaljósmyndar-