Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 9
með tveimur hjónmn, og er sýn- ingin var úti bauð hann þeim að borða ís hjá Tortoni. Þegar þau höfðu setið þar nokkrar mínútur, tók hann eftir því að maður, sem sat við borð skammt frá þeim, horfði stöðugt með áfergju á aðra konuna sem með honum var, og átti hún bágt með að þola það, hún ókyrrðist í stólnum og leit niður. Að lokum sagði hún við mann sinn: — Þessi maður horfir alltaf á mig. Ég þekki hann ekki. Þekkir þú hann? Maður hennar, sem auðvitað hafði ekkert séð, leit á manninn og sagði: — Ég, nei, ég hef aldrei séð hann áður. Unga konan hélt áfram, ergileg en brosti: — Þetta er leiðinlegt, hann eyðileggur alveg ísinn fyrir mér. Maður hennar yppti öxlum. — Hvaða vitleysa. Maður hefði nóg að gera, ef maður ætti að gera sér rellu út af öllum nærgöngulum náungum, sem á leið manns kunna að verða. En Signoles var staðinn á fæt- ur. Hann vildi ekki þola það, að ísinn sem hann hefði boðið, væri eyðilagður. Honum var sýnd móðgun, þar sem hann hafði boð- ið hjónunum á veitingahúsið. Honum einum kom þetta við. Hann gekk til mannsins og sagði: — Herra minn! Ég verð að biðja ■ yður að hætta samstundis að góna á konuna, sem situr við borðið hjá mér. Maðurinn svaraði: — Viljið þér gera svo vel að lofa mér að vera í friði. Signoles beit saman tönnunum og sagði: — Gætið yðar herra minn! Þér neyðið mig til að fara yfir tak- mörkin. Maðurinn svaraði honum engu öðru en stóryrðum svo undir tók í salnum, allir gestirnir spruttu upp úr sætum sínum, sem með fjaðurmagni væri, svo varð stein- hljóð. En allt í einu heyrðist hár smellur, Signoles hafði gefið manninum kinnhest. Gestirnir gengu á milli og mótstöðumenn- irnir skiptust á nafspjöldum. Þegar Signoels var kominn heim til sín, gekk hann í nokkrar mínútur fram og aftur í herbergi sínu. Hann var alltof æstur til að geta hugsað. Það var aðeins ein einasta hugsun: — Einvígi. Þó vakti þessi hugsun engan óróleika hjá honum. Hann hafði gert skyldu sína. Hann vissi að mikið mundi verða um þetta talað, og menn mundu óska honum til ham- ingju með hans drengilegu fram- komu. Og hann hrópaði hvað eftir annað hárri röddu: — Þessi svívirðilegi óþokki! Þessi svívirðilegi óþokki! 5TJÖRNUR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.