Stjörnur - 01.05.1950, Page 17

Stjörnur - 01.05.1950, Page 17
hans stafaði ekki af því að hann vildi sýna mér fálæti, ég fann að hann hefði einmitt viljað vera öðru vísi. Hann var feiminn — ótrúlegur eiginleiki í fari sjó- manns — þeir hafa ekki orð á sér fyrir að vera smeykir við að gera hosur sínar grænar fyrir ungum stúlkum — eða a. m. k. hafði mér skilist það á móður minni bless- aðri, að í þeirri stétt væru engir sakleysingjar. En einmitt vegna þess, að hann — Axel hét hann — var ekki eins og hinir, langaði mig til þess að kynnast honum. Við þurftum að koma við í Ant- werpen og þar átti skipið að stoppa í átta daga. Auðvitað var farþegunum frjálst að fara í land og sjá og skoða dýrð borgarinnar. Nú er bezt að geta þess, til að fyrirbyggja misskilning, að því fór fjarri að ég væri gjörn á það að trana mér fram við karlmenn. Eg hafði einmitt verið óvenju frá- bitin öllum strákastússi, svo að sumum þótti nóg um hve siðprúð og útsláttarlaus ég var.En ég hafði gengið öll upp í náminu — og þótt ég hefði kannski orðið skotin í pilti — einu sinni, eða tvisvar — hafði ég aldrei g'efið neinum und- ir fótin eða lent í ástarævintýrum. Og það var ekki það, að ég væri skotin í Axel, aðeins forvitin. Ég var á leið út í heiminn með öllum sínum ævintýrum, og ég var öllum óháð — öll bönd voru af mér slit- Axel var ekki eins og hinir. — Þessvegna .. in — mér fannst ég' vera fullkom- lega frjáls allra minna gerða. Mér var það ljóst, að ef ég átti að kynnast þessum unga sjómanni varð ég að stíga fyrsta sporið. Og nú hafði ég ásett mér að fá hann til að sýna mér borgina. Ég vissi að hann hafði verið hér áður og hann hafði góðan tíma. Svo var það fyrsta daginn, sem STJÖRNVR 17

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.