Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 18

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 18
við vorum í Antwerpen. Ég gekk framhjá Axel, þar sem hann var að vinna og sagði: — Eruð þér ekki að hugsa um að fara í land í kvöld. — Jú, svaraði hann aðeins. — Mig langar líka til að fara í land, sagði ég. En ég hef bara eng- an til þess að fai'a með. Hann horfði framan í mig, lík- lega í fyrsta sinn. Ég las í augum hans kyrrláta gleði, eins og milli vonar og ótta. En svo sá hann að mér var alvara. — Kannski þér viljið verða mér samferða, sagði hann, ef það er ekki ókurteisi af mér að stinga upp á því. En ég gæti sýnt yður ýmislegt, sem gaman er að. Ég horfði enn á hann og brosti. — Ég skal sjá um að ekkert ó- þægilegt hendd yður, bætti hann við. Viljið þér koma með mér? Ég var auðvitað þakklát. Og ég veit ekki hvort mér þótti skemmtilegra, allt það sem hann sýndi mér, eða bara það að vera með honum. Þegar feimnin var brotin á bak aftur — og hún var fljót að hverfa — var Axel hinn léttasti í lund, fjörugur og orð- heppinn, og hann kunni lagið á því að láta mér ekki leiðast. Kvöldið það og næstu stundir — alltaf þegar Axl átti frí — munu ætíð verða mér ógleymanleg. Ég reyni ekki að lýsa þeim. En tíminn leið alltof fljótt. Áð- ur en ég vissi af var skipið okkar komið til Casablanka, þar sem ég varð að kveðja vin minn. Ég hafði verið ráðin til eins árs í fyrstu — en auðvitað hafði verið gert ráð fyrir því í upphafi, að ég yrði lengur við sjúkrahúsið þarna í Marokkó, ef stjórnendum líkaði vel við mig og mér félli vel að vera þarna. En raunin varð sú, að ég kaus að hverfa aftur heim til Danmerkur, er samningstímanum var lokið. Ég festi ekki yndi í Af- ríku — einungis vegna þess að hugur minn var í sífellu bundinn við Axel. Við skiptumst á bréfum. Hann var í förum víðsvegar um heim og bréfin hans komu frá hinum ólíklegustu stöðum. Við vorum ekki neinum heitum bund- in. En ég las á milli línanna, að hann þráði það, engu síður en ég, að fundum okkar bæri brátt sam- an aftur. Og þegar ég var komin heim til Danmerkur var hann ráðinn á skip, sem var í förum milli landa í Norður- og Suður-Ameríku. Engu að síður fór það svo, að nokkrum mánuðum eftir heim- komu mína, gátum við mælt okk- ur mót í Kaupmannahöfn. Síðustu vikurnar áður en Axel kom var ég dálítið smeyk, vegna þess að ég óttaðist að foreldrum mínum myndi mislíka við mig val mannsefnisins — ég efaðist ekki um, að þegar við hittumst, mynd- X8 STJÖRNUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.