Stjörnur - 01.05.1950, Page 21

Stjörnur - 01.05.1950, Page 21
land. Af körlum: Charles Chap- lin, Ronald Colman og Laurance Oliver (tveir síðustu með jafna atkvæðatölu) og fjórði í röðinni varð Spencer Tracy. Beztu kvik- myndirnar, sem gerðar hafa ver- ið, telja sömu atkvæðagreiðend- ur: A hverfandi hveli, Fæðing' þjóðar og Beztu árin. Flest atkv. meðal leikstjóra hlutu D. W. Graffith, Cecil B. de Mille og William Wyler og af kvikmynda- framleiðendum töldust þessir beztir: Idving Thalberg, Dorryl F. Zanuck og Samuel Goldwyn. Það ber að hafa ríkt í huga, að hér dæma engin ungviði, heldur roskið og gamalt fólk, sem á mikla reynslu og langan starfsferil að baki, fólk sem liíað hefur og unn- ið í kvikmyndaverunum síðan fyrstu kvikmyndirnar hlupu af stokkunum. Unga fólkið, sem að- eins hefur séð yngstu leikara- kynslóðina og þá sem eftir eru af hinni gömlu var varla dómbær. ÞAÐ ER annars auðséð á öllu að Olivia de Haviland skipar nú mestan virðingarsess starfandi stjarna í Ameríku. Hún vinnur hvern stórsigurinn öðrum meiri. Nú í ár — eins og í fyrra — hlýtur ☆ **☆■*☆*☆☆☆*******☆☆■* Myndin: Hér sjást kvikmyndasystkinin frcegu Ethel og Lionel Barrymoore i sam- kvœmi, sem haldið var i tilefni sjötugs a.fmælis hennar s.l. haust. hún Oscarverðlaunin, og er slíkt nær einsdæmi. Nokkrir leikarar hafa hlotið verðlaun oftar en einu sinni, en enginn tvö ár í röð, flestir þeirra hafa auðvitað aldrei hlotið þau, þótt það sé þeirra allra draumur, mark og mið. Broderick Crawford hlaut og Oscarverðlaunin að þessu sinni, fyrir All the king’s men, sem fjall- ar um ævi amerísks stjórnmála- manns og leikur Broderick Crawford aðalhlutverkið. Auka verðlaunin fyrir smærri hlutverk féllu í hlut Dean Jagger og Merce- des McCambridge. Bobby Driscoll hlaut barnaverðlaunin í ár fyrir leik sinn í Walt Disneymyndinni „So dear to my heart“. Cecil B. de Mille fékk heiðursverðlaun fyrir 35 ára heillaríkt starf í þjónustu kvikmyndanna, samskonar viður- kenningu hlaut og dansarinn Fred Astarie. NÝR forstöðumaður hefur ver- ið ráðinn til Metropolitanóperunn ar í New York. Hann heitir Rud- olf Bing og er austurríkismaður. Þegar hann átti sitt fyrsta viðtal við heimsblöðin, eftir að hann tók við hinni miklu ábyrgðarstöðu sinni, sagði hann meðal annars: — Þegar ég tek ákvarðanir um mannaval, eða önnur atriði er snerta rekstur óperurnar, læt ég aðeins stjómast af listrænum sjónarmiðum. Ég mun ekki hirða STJÖRNUR 21

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.