Stjörnur - 01.05.1950, Page 31
ing, og hellti sér yfir kvikmynda-
siðleysingjana, þar á meðal
Rosselini, sem hann kallaði
„falskan höggorm.“
I blaðaviðtali hefur þessi sami
þingmaður sagt, í tilefni af því
að frétzt hefur að Ingrid og
Rosselini hefðu í hyggju að
koma til Bandaríkjanna til að
reka réttar síns:
— Eg tel vafasamt að þessi
frægu þokka hjú, sem eru opin-
ber orðin fyrir öllum heimi, að
hórdómi, geti fengið innflutnings-
leyfi til Bandaríkjanna. Innflutn-
ingslögin bandarísku eru ströng,
ef þeim er beitt til hins ítrasta, og
þess verður að krefjast, þegar
slíkir erkiféndur alls velsæmis
eiga í hlut.
ORÐRÓMUR hefur komizt á
kreik um það, að Ingrid hafi
breytt ákvörðun sinni um að
hætta kvikmyndaleik og muni áð-
ur en langt um líður hefja leik í
nýrri Rosselinimynd, sem „fjallar
um hafið“, en svo leyndardóms-
fullt á sjálfur Roberto að hafa
komizt að orði við blaðamenn,
sem spurðu hann um næsta verk-
efni hans. Hann hvorki játaði því
né neitaði að Ingrid myndi leika
aðalhlutverkið.
Um nokkurra vikna skeið munu
þau Ingrid og Rosselini dvelja á
Riveraströnd Italíu og njóta þar
Robert Young og Barbara Hale leika
saman i mynd, sem heitir „And liaby
tnakes three".
lífsins í sólardýrðinni. Ur því sem
komið er leggja þau enga áherzlu
á að flýta giftingu sinni. Þó hefur
heyrzt að þau ætli að gifta sig áð-
ur en langt um líður í London. Að
„hveitibrauðsdög‘unum“ loknum
bíða þeirra beggja margvísleg
málaferli, bæði í Ítalíu og í Banda-
ríkjunum. Engu að síður horfa
þau björtum augum fram á veg-
inn.
Hollywood í apríl 1950.
B. A.
STJÖRNUR 31