Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 43

Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 43
— Ég' fer eftir stutta stund, Frank. Ég þarf að segja þér dálítið fyrst, hvíslaði hún — Það er skriftajátning. — Skriftajátning, Edith? Hvað áttu við með því?, spurði hann. — Það er eiginlega viðbjóðslegt, en það er allt búið núna. Ég segi þér frá því, af því að það liggur á mér eins og mara. Ég vil helzt gleyma því. Ég — ég hélt, að þú hefðir verið mér ótrúr. Hann kipptist við. Hún hélt á- fram: — Lofaðu mér að segja þér alla söguna, áður en þú reiðist. Þegar þú hefur heyrt hana, þá skilur þú allt. Það var þegar þú lást í óráð- inu. Þú sagðir dálítið við . . . Og svo sagði hún honum það, sem hann hafði sagt. Hann þagði. — Og ég trúði þessu, Frank, hélt hún áfram raunamædd, ég trúði því þangað til ég sá atriðið kvikmyndað aftur, sem þú hafðir leikið daginn, sem þú veiktist. Það var tekið upp aftur með Keith Russel í þínu hlutverki. Æ, ég var flón, elskan mín, að mér skyldi detta í hug að vantreysta þér. Við höfum alltaf verið svo sæl — alltaf sýnt hvort öðru fullkomið traust aldrei haft leyndarmál hvort fyrir sig. Ég skil ekki hvernig ég gat farið að verða afbrýðissöm. Hún tók málhvíld og hélt svo áfram: — Ég opnaði skúffurnar þínar og las bréfin þín, Frank. Ég' skammast mín — skammast mín! Ég hafði misst alla stjórn á sjálfri mér, að ég skyldi gera þetta. En það var af því að ég elskaði þig svo heitt. Við höfum alltaf verið sæl, jafnvel þegar við áttum erfið- ast, fyrir mörgum árum, og höfð- um varla fyrir húsaleigunni né mat. til morgundagsins. Við vorum saman — og það skipti mestu máli fyrir okkur. — Talaðu ekki meira um þetta, sagði hann lágt. — Ertu sár yfir vantraustinu í mér, Frank? Heldurðu, að þú get- ir gleymt því. Ég —• ég varð að segja þér það! — Mér þótti vænt um, að þú skyldir gera það. Þú særðir mig, en ég hlýt að hafa gefið þér á- stæðu til að halda, að snurða væri hlaupin á þráðinn, annars hefurðu ekki getað dregið þessa ályktun af því, sem ég sagði í óráðinu. — Nei Frank! Þú hefur alltaf verið svo góður við mig .. . elskan mín, þú ert með tár í augunum. —- Bull. Þú grætur sjálf — þess- vegna heldur þú, að ég geri það. — Já, en þú ert að gráta, Frank! — Það er af því, að þú hefur kennt mér að skilja, hve rík við erum — hve óendanlega ríkir þeir geta verið sem hafa verið einn maður í mörg ár! Hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. Klukkan á arinhillunni sló hálf- tíma slag. 3TJÖRNUR 43

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.