Stjörnur - 01.05.1950, Page 45
MARTHA
IVERS
eftir Vran\ Stenman
* -0
* AÐ ALHLUTVERK: *
* *
^ Martha Ivers .... Barbara Stanwyck
^ Sam Masterton ... Van Heflin -tt
^ Toni Marachek ... Lizabeth Scott &
i). Walter O’Neil . Kirk Douglas ^
-tt
Þau settust upp í bílinn. Það var einkabifreið frú O’Neil og hún
keyrði. Hann sat um stund hljóður við hlið hennar. Hann spurði ekki
hvert hún ætlaði. Hann vissi að hann þurfti ekkert að óttast, það var
ekki þessháttar gildra, sem Martha myndi leggja fyrir hann. Hún ók
upp hæðina, þar sem sá yfir borgina. Þar stöðvaði hún bílinn. Þau
horfðu yfir ljóshafið.
— Var það þetta, sem þú ætlarðir að sýna mér?, spurði Sam.
Hún kinkaði kolli.
— Þetta er mjög hrífandi sjón, hélt hann áfram, en ég veit samt
ekki hvort við ættum að stoppa lengur. Þú veizt hvernig fór fyrir
konu Lots, þegar hún staðnæmdist og' horfði aftur til borgarinnar.
Hún varð að sandstólpa.
— En Lot, hvernig fór fyrir honum?, spurði hún.
— Hann komst undan. Hann leit nefnilega ekki við.
Hún var ekkert hrifin af þessarri samlíkingu.
— Þú ert vel að þér í biblíunni, sagði hún.
— Þú myndir kunna hana utanbókar, ef þú hefðir búið eins oft
á hótelum og ég, svaraði hann og brosti.
— Það er enn betra útsýni skammt hér frá, sagði hún og lauk upp
bílhurðinni. Ég vil að þú sjáir það áður en við snúum við.
Hann fylgdi henni eftir. Hann þekkti sig hér. Það vöknuðu í huga
STJÖRNUR 45