Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 48

Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 48
hafði rétt mér brann ennþá á vanga mínum, í hug mínum og blóði. Og ég reif af henni stafinn, sem hún hafði barið köttinn með, og ég sló hana, sló hana, sló hana með honum unz hún féll. Hversvegna stöðvaðurðu mig ekki, Sam? Þú vissir hve ég hataði hana.Hvers- vegna hljópstu ekki til mín og komst í veg fyrir þetta? — Eg var þar ekki, sagði hann. » — Og ég stóð þarna í neðsta þrepinu .... og öllu var lokið. Hún minntist þessa nú svo óhugnanlega vel. Þarna lá frænka hennar dauð. Og Walter stóð við hlið hennar. Herra O’Neil, faðir hans, kom út í ganginn, og ljósið, sem allt í einu var kveikt. Herra O’Neil starði auðvitað á gömlu konuna, þar sem hún lá. — Hún er dáin, hvað hefur komið fyrir? Martha hafði strax reiðubúna skýringu. — Við heyrðum hávaða hér niðri og komum niður og sáum stór- vaxinn mann sem hljóp út um dyrnar — og líkið, sem lá hér. Og þá kom 0‘Neil auga á stafinn, sem Martha hélt enn á í hendinni. — Og stafurinn lá hérna í stiganum, og ég tók hann upp. Var það ekki Walter? bætti hún við og greip þéttingsfast í handlegginn á honum. — JÚ, sagði hann. — Leggðu hann þá þarna aftur, Martha, skipaði hr. O’Neil, ná- kvæmlega þar, sem hann var. Farið þið svo upp. Ég ætla að hringja á lögregluna. Og svo fyrstu mínúturnar uppi í herberginu þeirra. Walter var hræddur. — En faðir þinn trúir mér, sagði hún. Það var Walter ekki viss um. — Og Sam, sagði hann. Sam hlýtur að hafa séð það og hann kjaft- ar frá. — Sam? sagði hún. Nei, það myndi Sam aldrei gera. — En hversvegna flýði hann þá? Vegna þess að hann var hræddur, sagði Walter. Ég var ekki hræddur. Ég flýði ekki. — Hann segir ekki frá, hvæsti hún. Ég veit hann segir ekki frá. Ég' þekki Sam. Og svo kom herra O’Neil og talaði við þau. Þá skyldist henni, að hann tók frásögn hennar gilda, án þess að trúa henni. — Þegar lögreglan kemur verður þú, Martha, að segja nákvæm- lega eins frá og þú sagðir mér. Og þú Walter. Skiljið þið það? Svo tók herra O’Neil í hönd henni og strauk henni um hárið. Það 48 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.