Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 8

Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 8
o hamingju urðu þeir báðir ást- fangnir í sömu stúlkunni, og þá var úti um allan vinskapinn. Síð- an hafði Jens borið hatur og ó- vildarhug til Óla, sem hann lét koma fram við hvert tækifæri. Aftur á móti var Óli góðlyndur og kátur náungi, sem ekki bar ó- vildarhug til nokkurs manns, og sízt til hins gamla vinar síns. Hann var oft vanur að segja: — Þetta er óréttlátt af Jens. Ekki var það mér að kenna, þó að stúlkunni þætti vænna um mig en hann. Hefði hann orðið fyrir valinu, þá hefði ég sætt mig við það, og við hefðum verið jafngóð- ir vinir eftir sem áður. Jæja, Óli fékk stúlkunnar, og þegar hann nokkrum árum seinna meiddist við björgunartilraun og varð að hætta allri sjómennsku, tók hann við kránni af tengdaföð- ur sínum og var nú efnaður og mikils virtur af öllum þorpsbú- um. En þessi virðing, sem menn báru fyrir Óla, var þyrnir í aug- unum á Jens, sem þóttist bera höfuð og herðar yfir þorpsbúa. Hann var formaður björgunar- bátsins, og fyrir ári síðan hafði hann hlotið silfurkross fyrir ó- venjulegt hugrekki og snarræði. félagar hans báru fullt traust til hans, því að þeir vissu, að hann var duglegur og úrræðagóður, og hætti aldrei með góðu móti við að ná því marki, sem hann hafði sett sér. En félagar hans gerðu frem- ur að óttast hann en elska. Óli var aftur á móti vinur allra, og hans góða og meðaumkunarfulla hjarta gerði hann að huggara og hjálp- ara, þar sem hryggð og neyð bar að höndum. ★ ÞEGAR JENS kom heim, kast- aði hann stuttaralega kveðju á konu sína og settist við borðið, þar sem maturinn beið hans. Kona hans sá fljótlega, að hon- um var þungt í skapi, en dirfðist ekki að spyrja hann neins, því að hún þekkti vel, hve hann var upp- stökkur. Hún andvarpaði og sett- ist við borðið og fór að borða, og þögnin var aðeins rofin af glamr- inu í skeiðum og diskum. En loks herti hún upp hugann og spurði: — Hvar er Hans? Hversvegna kom hann ekki með þér heim? — Hvað veit ég um það? sagði hann stuttlega. Ekki á ég að gæta strákslánans. Hún þagnaði og varð hrygg í huga, því að hún þóttist nú sjá, að Jens væri reiður út í drenginn. Það leið góð stund, svo heyrðist rösklegt og unglegt fótatak fyrir utan. Jens stóð upp. Kona hans leit til hans biðjandi augnaráði, en hann lét sem hann sæi það ekki. Dyrnar opnuðust og Hans kom 8 ***

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.