Stjörnur - 01.04.1951, Síða 18
um eldi niður í eitthvert hús, þá
vill hann einnig, að það skuli
brenna. Og þar að auki veiztu það
vel, að slíkur eldur verður alls
eigi slökktur.“
„Að heyra þessa heimsku,“
hrópaði faðir minn, og öskraði
framan í manninn svo reiður, að
ég hef aldrei séð hann eins: „Þú
ert líka óttalega heimskur!“
Hann lét hann standa þarna og
leiddi mig í burtu þaðan. Við
gengum ofan í dalinn og fram
með ánni, þar sem við gátum eigi
lengur séð brunann, heldur að-
eins roðann, sem sló á skýin. Fað-
ir minn bar vatnsfötu, og ég sagði,
að hann skyldi þegar fylla hana í
ánni. Hann tók ekki eftir orðum
mínum, en sagði mörgum sinnum,
hvað eftir annað við sjálfan sig:
„Maxel, að þetta skyldi koma fyr-
ir þig!“
Ég þekkti Litla-Maxel mjög vel.
Hann var rösklegur, glaðlegur, lít-
ill maður um fertugt; hann var
mjög bólugrafinn í andliti, og
hendur hans voru dökkleitar og
harðar eins og trjábörkur. Svo
langt sem ég mundi, hafði hann
verið skógarhöggsmaður í Vald-
enbarh.
„Þegar húsið brennur fyrir öðr-
um,“ sagði faðir minn, „nú, þá er
það húsið, sem brennur."
„Er það ekki eins fyrir Litla-
Maxel?“ spurði ég.
„Fyrir honum brennur allt. Allt;
18 #**
sem hann átti í gær og í dag og
hefði getað átt á morgun.“
„Éldingin hefur ef til vill orð-
ið honum sjálfum að bana?“
„Það hefði verið það bezta. Ég
ann honum lífs, það veit guð, ég
ann honum þess, — en ef hann
hefði skriftað áður og hefði ekki
neina dauðasynd á sér, þá myndi
ég segja, að það allra bezta hefði
verið, ef hún hefði hitt hann
sjálfan.“
„Þá myndi hann nú vera í
himnaríki,“ sagði ég.
„Vaddu ekki svona í votu gras-
inu. Gakktu rétt á eftir mér og
haltu þér fast í treyjuna mína. Ég
skal nú segja þér um Maxel.“
Vegurinn fór smátt og smátt að
verða upp á móti. Faðir minn
sagði frá:
„Það mun nú vera um þrjátíu
ár, síðan Maxel kom hingað. Fá-
tækra barn. Fyrst var hann smali
hér og hvar hjá bændum, en
seinna, eftir að hann var orðinn
fullorðinn, tók hann fyrir sig að
höggva skóg. Góður verkmaður
og ávallt iðinn og sparsamur.
Hann varð verkstjóri og bað skóg-
areigandann þá um leyfi til að
ryðja mýrina, þar sem húsið hans
stendur, og hafa hana meðan hann
lifði, því að hann langaði svo mik-
ið til að hafa sjálfur dálítinn jarð-
arblett. Leyfið var veitt með
mestu ánægju og svo fór Maxel
á hverju kvöldi, þegar menn