Stjörnur - 01.04.1951, Síða 19
hættu að höggva skóginn, yfir í
myrina og ruddi kjarrskóginn og
gróf skurði og klauf steina, og
brenndi illgresisrætur, og eftir tvö
ár var öll mýrin þurr; þar óx gras,
og hann gat jafnvel ræktað korn
á ofurlitlum akurteig. Það var
jafnvel komið svo langt, að hann
hafði reynt kálræktun og séð, að
hérunum líkaði kálið, og þá fór
hann að hugsa til þess, að útvega
sér timbur. Það gat hann ekki
fengið gefins eins og mýrina, en
varð að vinna fyrir því. Svo borg-
aði hann það með nokkru af
vinnulaunum sínum og felldi tré
og hjó þau ferstrend og sagaði þau
niður í timburstokka — allt á
kvöldin, þegar hinir skóghöggs-
mennimir höfðu lengi flatmagað
og reykt pípur sínar. Og seinna
fór hann að leigja aðra til að
hjálpa sér þessi kvöld við þá
vinnu, sem einn maður getur eigi
gert af aleinn, og þannig byggði
hann húsið sitt. í fimm ár hefur
hann unnið að því; en svo — já,
þú veizt nú sjálfur, hvernig það
stóð þar með gulrauðum hliðum,
fallegum gluggum og útskornu
skrauti allt í kring um þakið
— beinlínis skrautlegt að sjá.
Það var komið dálítið laglegt
bændabýli í mýrinni, og hvað
er nú langt síðan, að presturinn
talaði um Litla-Maxel fyrir okk-
ur eins og fyrirmynd í sparnaði
og vinnusemi? I næsta mánuði
ætlaði hann að gifta sig; og að
komast á þennan hátt af verðgangi
og verða góður heimilisfaðir og
húseigandi. — En nú er allt horf-
ið á svipstundu. Öll iðnin og öll
vinnan í þessi mörgu ár hefur
verið til ónýtis. Maxel stendur
í sömu sporum, eins og hann
stóð áður.“
Ég hafði þá alla mína guð-
hræðslu úr biblíunni og svaraði
því sögu föður míns: „Vor himn-
neski faðir hefur líklega refsað
Maxel, af því að hann hefur sótt
eftir hinu tímanlega eins og heið-
ingjarnir, og ef til vill hirt lítið
um hið eilífa. Sjáið fugla him-
insins, þeir sá ekki, þeir safna
eigi í hlöður —
„Þegiðu!“ sagði faðir minn
hastur, „sá, sem sagði það, var
Salómon konungur, og hann gat
vel sagt slíkt. En einhver okkar
ætti að reyna. — Ég tek sjálfan
mig eigi undan, og ég segi það, að
ef færi fyrir mér eins og Litla-
Maxel, þá mundi ég láta hugfall-
ast og krossleggja hendurnar á
brjóstinu. — Þegar einhver setur
eldspýtu í hálmþak, þá fær hann
að fara í bertunarhúsið, — og það
er rétt, hann á ekki annað skilið.
En þegar elding er slegið af himn-
um niður í alveg nýtt hús, sem
fátækur, góður verkamaður hef-
ur byggt —.“
Hann hætti. Við stóðum upp á
ásnum og frammi fyrir oss stóð
###
19