Stjörnur - 01.04.1951, Page 25

Stjörnur - 01.04.1951, Page 25
ið í nýrri mynd, sem gera á eftir einni af frægustu skáldsögum Bandaríkjanna „Amerisk harm- saga“ eftir Theodore Dreiser. Byggist saga sú á sönnu afbrota- máli. Ungur maður fyrirkemur unnustu sinni barnshafandi, í vatni skammt frá sumargistihúsi, þar sem þau hafa tekið sér her- bergi. Það er og fullyrt, að Montgom- ery Clift hafi nýlokið við mikla ástamynd, ásamt Olevíu de Hav- illand. Og það er ekki hversdags- leg ástasaga, hafa þeir fyrir satt, sem bezt vita. „Just Eighteen" á næsta Mont- gomery Clift mynd að heita og það er Elisabeth Taylor, sem fær aðalkvenhlutverkið. Efni þeirr- ar myndar er ekki getið. „Þetta eru meiri fréttir í einu af framtíðar- og nútíðar afrekum Montgomery Clift, en við höfum lengi haft uppá að bjóða,“ ljúka Hollywoodfréttaritarar máli sínu. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ „ALL ABOUT EVA“ heitir nýjasta Bette Davis-myndin og hefur hún hlotið titilinn „Bezta mynd ársins 1950“ eftir árlega at- kvæðagreiðslu meðal kvikmynda- gagnrýnenda í New York og um leið hafa þeir kjörið Bette Davis og Gregory Peck beztu skapgerð- arleikara sama árs. * * Eins og áður hefur verið frá sagt var Viveca Lindfors sagt upp hjá Metro s.l. sumar, en þá var samningstími hennar útrunninn. Nú hefur hún þó verið ráðin til að leika í nýrri Hollywoodmynd sem heitir „Dark City“ og fjallar um líf og ævintýri fjárhættuspil- ara. — Aðalstjarnan er þó ekki Viveca heldur Lizabeth Schott. ★ ' ' Afríku-drottningin heitir mynd sem gerð verður í Englandi í vor. Tvær leikkonur komu einkum til tals í aðalhlutverkið Bette Da- vis og Katharine Heburn, sú síð- arnefnda varð hlutskarpari. Þessi „Afríku-drottning“ var í rauninni aðeins Afríkutrúboði, og auðvit- að kei’ling í krapinu, köld, ákveð- in og siðavönd eins og við er að búast um slíka konu. Hún tignar guð sinn og sína háleitu köllun, en hatar holdsins lystisemdir. Hún hefur aldrei elskað eða verið við karlmann kennd — en svo kemur Humphrey Bogart til sögunnar — og þá veit maður nú hvað getur skeð ...... ★ Aðeins meðal vina sleppir mað- ur stjórn á .sjálfum sér. Maður livílir í ást þeirra og leyfir sér dutl- unga. Ástríðunum er gefinn laus- ari taumur, og þannig særum við þá fyrst, sem okkur eru kærastir. — Goethe. stjörnur 25

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.