Stjörnur - 01.04.1951, Side 27
Ein af stjörnum þöglu myndanna
GLORIA SWANSON
vinnur leiksigur.
GLORIA SWANSON heitir
sænsk Hollywood-stjarna, sem
var mjög fræg og vinsæl í þöglu
myndunum. En þegar tal og hljóm
filmurnar komu til sögunnar tókst
Gloriu ekki að halda vinsældum
sínum og átti í því sammerkt ýms-
um frægum stjörnum, sem þá
urðu að draga sig í hlé.
En Gloria Swanson vildi ekki
gefast upp. Hún var enn ung fyr-
ir 20 árum, rúmlega þrítug, falleg
og fjörleg kona, enda hafði hún
alltaf um sig stóra hirð aðdáenda
og tók jafnan virkan þátt í sam-
kvæmislífinu í Hollywood. Hún
gifti sig líka eins oft og hver önn-
ur toppstjarna meðal hinna yngri.
Alltaf öðruhvoru hefur hún kom-
ið fram í kvikmyndum og leikið
í sjónvarp, en orðið að sætta sig
við smærri hlutverk en á glans-
dögum sínum. En hún hefur aldr-
ei látið mótlætið vinna bug á létt-
lyndi sínu og sinni bjargföstu trú
á það, að fyrr eða síðar myndi
henni takast að leggja heiminn
aftur að fótum sér, eins og fyrir
20—25 árum.
Nú nýlega tókst henni að
krækja í aðalhlutverk í mynd,
sem heitir „Sunset Boulevard11
(Sólskinsstrætið). Og þetta var
sannarlega hlutverk við hennar
hæfi, enda fjallar myndin um
leikkonu, sem átti sér mikla for-
tíð og berst fyrir því, að komast
aftur í sitt forna sæti í hugum
almennings.
í þessu nýja hlutverki vinnur
Gloria Swanson líka mikinn sig-
ur, gagnrýni blaðanna er öll henni
í vil, og margt þykir benda til
þess, að hún hljóti fyrir leik sinn
í þessari mynd Oscarverðlaunin
í ár.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
ROBERT MITCHUM
hefir verið nefndur „vandræðadrengurinn í Hollywood“. Hér sést
hann á myndaopnunni ásamt konu og tveimur ungum sonum þeirra.
STJÖRNU* 27