Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 32

Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 32
— Er það satt að þú hafir barið hana? spurði presturinn hátíð- lega. — Já, hvíslaði Antoníó auðmjúkur og laut höfði. — Það var ljótt, Antoníó, sagði presturinn með alvöruþunga í rödd- inni. Með slíkum meðulum næst engin lausn, sízt af öllu þegar menn eru skilningslausir og ranglátir. — Já, en, sagði Antoníó og sótti í sig veðrið. Hún og Lórenzó .... Presturinn bandaði til hans hendi og' sagði hörkulega: — Ekki eitt orð, Antoníó. Þú átt ekki að grípa fram í á meðan presturinn þinn er að tala. Antoníó þagnaði og laut aftur höfði, samanbitnum vörum. Karenu skildist það bezt á þessari stundu, hvílíkt ógnarvald presturinn í kaþólsku smáþorpi hefur yfir söfnuði sínum. — Ég veit líka hvað þú ætlar að segja, sonur minn, hélt presturinn áfram í mildari tón. — Konan þín hefur sézt nokkrum sinnum á tah við Lórenzó, og ég' hef bent henni á það, hve óskynsamlega hún hafi íarið að ráði sínu, og að það sé rangt af henni að ganga í berhögg við óskir þínar og vilja. En við megum ekki gleyma því, að Karen er af öðrum kynflokki en við, og að hún hefur vanizt öðrum og frjálsari umgengnisvenjum karla og kvenna en við teljum giftum konum sæma. Ég hef rætt um þetta við Karenu, Antoníó, og ég veit að hún hefur ekki verið þér ótrú. Hún hefur ekki svikið þig, því máttu treysta. Ég veit, að þú skilur það, að ég — presturinn þinn — fullyrði ekki slíkt, nema veg'na þess að ég veit það. Antoníó leit á Karenu. I augum hans var bros og björt fagnandi gleði. — Fyrirgefðu mér, Karen, sagði hann. Hún vissi ekki hvort hún átti heldur að hlægja eða gráta. Hún hafði sjálf reynt að fullvissa hann um sakleysi sitt, en það hafði verið árangurslaust. En nú þegar presturinn fullyrti hið sama, þá efaðist Antoníó ekki lengur. — Það var þá með þessum hætti sem presturinn ætlaði að hjálpa henni. Ósjálfrátt stundi hún þungan, því henni fannst ótrúlegt að vandamál hennar yrðu til fullnustu leyst á svo auðveldan hátt. En auðvitað gat hann ekki farið öðru vísi að. Hann varð að vera stöðu sinni og köllun trúr. Það var ekki hans hlutverk, „að aðskilja þá, sem guð hafði sameinað“, og auð- vitað vissi hann ekki hve örðugt henni og Antoníó hafði veizt það, að rækja skyldur sínar hvort við annað. 32 SIJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.